Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 98
256
LÍFIÐ
'Svartadauða, sem hann svo seldi á svipstundu í rétt-
unum og græddi þar sínar 300 til 400 krónur. Mönn-
um kom ekki saman um, hvort hann hefði selt flösk-
una á 10 eða 11 krónur, enda skiftir það minstu. —
Skip var á ferð í sumar hér milli hafna, 3 til 4 tíma
ferð. Milli 60 og 70 karlmenn og fjöldi af kvenfólki
kom um borð á brottfararstað skipsins. Af því fólki
var ekki fleira en 4—5 undir áhrifum víns, þegar lagt
var af stað. En ekki hafa verið nema tæpir 20 ó-
drukknir af öllum þessum fjölda, þegar komið var á
ákvörðunarstaðinn. Lögleg áfengissala er þó á þeim
stað, er skipið fór frá. — Fáar skemtanir eru haldn-
ar hér í nágrenni Reykjavíkur svo ekki sé komið þar
fult af mönnum til þess að selja áfengi, svo framar-
lega sem bílfært er um sveitina. Það er alment kvart-
að yfir því eftir hverja skemtun, sem haldin er upp
til sveita, að það sé þýðingarlaust að halda skemtun
nema að hafa þar lögreglu jafnframt, því það fólk,
sem ekki er með í drykkjuskpnum, geti ekki notið
sín á skemtuninni fyrir óróaseggjunum, nema ein-
hver sé til þess að halda þeim í skefjum. En þó lög-
regla sé á staðnum og áfengissalarnir dragi sig eitt-
hvað í hlé þess vegna, þá er næstum ókleift að sanna
söluna, sem þrátt fyrir þetta fer fram, né fá leyni-
salana dæmda til hæfilegrar refsingar, vegna þess
hvernig frá lögunum er gengið. Það hefir verið ráð-
inn áfengisráðunautur og áfengisvarnarnefndir hafa
verið settar í hverjum hreppi. — Til hvers? Til þess
að sjá um, að ólögleg sala áfengis fari ekki fram, en
ráðunautarnir og nefndirnar standa uppi ráðþrota,
eins og aðrir, og horfa á ósómann aukast og marg-