Lífið - 01.06.1937, Síða 7
LÍFIÐ
165
Guyau segir: „Það má líkja mentun barns við
svöfð (hypnotisma)“.
Adler lætur svo um mælt: „í mörgum tilfellum má
líkja barnssálinni við óræktaða jörð. Mismunandi
tegundir geta þrifist þar, svo sem rúgur, hveiti, bygg,
hafrar o. s. frv. En uppskeran fer eftir ræktunarskil-
yrðunum og þekkingu sáðmannsins".
Spúler segir: „Það er að vísu sjálfsagt að leita að
sérhæfni, en mentandi og göfgandi umhverfi fram-
kallar ávalt nytsemi í einhverri mynd, sem annars
getur ekki átt sér stað, þar sem vanþekking og villa
í uppeldinu hefir yfirhöndina".
Þessar umsagnir styðja mína eigin reynslu, að um-
hverfið í bernsku og æsku ber arfgengið oft alveg
ofurliða, til góðs eða ills, en á því veltur hvort held-
ur verður.
Á fyrstu árum bernskunnar hljóta áhrif umhverf-
isins að vera sterkust og jafnframt varanlegust, því
þá er næmleikinn mestur, og áhrifaaflið eins og læs-
ir sig dýpst í meiran barnshugann. Fyrst er athygl-
inni vitanlega beint að því sem næst er, hlutunum í
herberginu, heimilisfólkinu, sem vanalega eru foreldr-
ar og systkini, tali þeirra og hegðun allri. Þó að skiln-
ingurinn sé enn eins og í skugga, rótfestist þó ýmis-
legt í hinum dularfulla heimi barnssálarinnar, sem
hefir æfilöng áhrif. Eftir því sem barnið vitkast,
víkkar raunsæissvið þess, athyglin dreifist og hvert
einstakt smáatriði hefir minna gildi. Sálfræðingar
hafa rakið lesti til áhrifa á fyrstu árum æfinnar.
Þessvegna mega menn ekki halda, að hættulaust sé
að fremja eitthvað ljótt í návist barns á svonefnd-