Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 81
LÍFIÐ
239
um, hverju hjátrú aldanna — máttarstoð auðkýfing-
anna — og þeir sjálfir, þessar miskunnarlausustu
blóðsugur tilverunnar, valda alþýðunni óumræðilega
miklu böli og eymd, sem hin hálofuðu svonefndu Jýð-
ræðislönd hafa ekki tekið hart á hingað til, og þann-
ig virðast leggja óbeinlínis, að minsta kosti, blessun
sína yfir slíkt óheyrilega glæpsamlegt athæfi.
Ítálía.
Þar hófst sýningin á bókum eftir Mussolini, svO’
sem: ,,Ríkisskipulagning“, „Saga Fasistastefnunn-
ar“, „Kenning fastistanna“. — Þá lcomu bækur um
Mussolini og starf hans eftir aðra höfunda, svo sem:
„Það sem Ítalía á Mussolini að þakka“. „Hvernig
Fasistar menta æskuna“. „Stjórnmál og almennar
framkvæmdir Fasistanna“, o. s. frv. Mikið var af
ýmiskonar bókum, um list, bókmentir og heimspeki.
Þá var aragrúi af myndum af Mussolini, bust af
honum og Ítalíukonungi. Þá sáust og nokkur andlit
af Mussolini, eins og blæja væri utan um þær mynd-
ir, en einkenni svips hans komu þó einkennilega
glögglega í ljós. Einnig voru myndir af sigurvegur-
um Abyssiníu. Myndir af fjalllendi. Myndir af ýms-
um hlutum Abyssiníu og líkön noklcur af landinu, er
sýndu auðsuppsprettur þess. Myndir af hópi svart-
stakka á göngu.
Fræg málverk blöstu víða við, bæði eftir nýja og
gamla meistara, einnig höggmyndir, t. d. voru her-
ftienn höggnir í stein. Það, og margt fleira, bar ótví-
ræðan vott um aðdáun hernaðarandans. Myndir voru