Lífið - 01.06.1937, Side 124
282
LÍFIÐ
T>á svarar kerling:
Hann er sig svo of ungur, o. s. frv.
Þá segir dóttirin:
Þrítugur að aldri, o. s. frv.
Þá tekur kerling lúður, hrútshorn eða tóma könnu
og æpir þar í og segir:
Hann er sig svo mátulegur,
mín dóttir.
Hann er sig svo mátulegur,
mín dóttirin góða.
Þegar valinu var lokið og dóttirin hafði fengið
•sér mann taka menn kerlingu og fleygja henni á
gólfíð, en hún lætur öllum illum látum, þeytir lúð-
urinn og fleygir roðunum framan í hvern sem er, en
þrælarnir veita henni þá þjónustu, sem þeir best
kunna. Síðan heldur þetta hyski vikivaka fyrir sig
og kveður þá hvert upp á annað bæði níð og glens,
fer síðan að dansa og er þá kveðið fyrir. Tekur þá
hver sem vill þátt í dansinum, og er þá hvert járn á
gangi í gleðistofunni. Er þessu haldið áfram þang-
að til skrúði kerlingar tekur að gálmast, dragnast þá
kerling út og þrælarnir, en dóttirin ærist, hoppar og
steðjar um salinn, þangað til hún mæðist og fer loks
út, og skirpa þá allir á eftir henni.
Nú er haldinn karlmannavikivaki og var þá kveð-
ið kerlingarkvæði, sem hefir víst verið ófagurt, en
er nú týnt — sem betur fer.
Nú er leikinn hjörtleikur. Hann var þannig:
Einn af vökumönnunum var tekinn til þess að vera
hjörtur og búinn svo skrautlegur, sem framast mátti
verða, en skríða varð hann á fjórum fótum. Á bak