Lífið - 01.06.1937, Side 126
284
LÍFI£>
ur, — Þórhildarprestur, — og færður í hempu af
einhverri stærstu stúlkunni, sem þar var; barðastór-
an hatt hafði hann á höfði, niðurbrettan, og trefil,.
hnýttan um kollinn. Síðan skipuðu karlar og konur
sér í raðir, andspænis hvort öðru, eftir endilangrí
stofunni. Þá gengur prestur þangað, sem kvenfólkiS
er, og ávarpar það á þessa leið:
1) Hér skal heiman reika
í hópinn gullhlaðs eika;
með flýti fram skal kreika,
ef frúrnar vilja leika.
2) Þórhildur, þekk frú,
þýð fylgdu mér nú,
fljótlega í ferð snú,
fá manninn skaltú.
3) Máttu kjósa mann brátt,
meyjan að vilja;
aðra nátt, auðargátt,
eigið þið að skilja.
Síðan tekur prestur hverja stúlkuna eftir aðra,
leiðir hana fyrir karlmennina, lætur hana velja sér
þann, sem henni líst best á, og syngur ýmsar vísur
á meðan. En er Þórhildarprestur hefir gefið saman
fólkið, sem í leiknum vill vera, kveður hann fyrir
kvæði, sem venjulega eru kölluð Þórhildarkvæði, og
eru með ýmsu móti, en gleðifólkið tekur undir, þeg-
ar við á. Þetta er upphaf á einu:
I Þórhildarleiknum þreyttur varð eg núna.
Allir kyssa utan eg,
ekki tel eg það heilsuveg;
það er verst, að eg fékk enga frúna. (Bls. 101—2).