Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 100
258
LÍPIÐ*
þegar alt kemur til alls, heldur en þó að þeir hefðu.
eins og aðrir sætt sig við skipulag mjólkursölulag-
anna. Svo langt hefir verið gengið í því að reyna að
æsa menn gegn afurðasölulögunum, að veist hefir
verið að lögreglumönnum, sem verið hafa að fram-
kvæma þessi lög, en reynt að gera þá að dýrlingum.
í augum fólksins sem af eintómum þráa hafa stymp-
ast gegn lögunum. En eg hefi þá trú, að brotum gegn
afurðasölulögunum muni fækka, þegar þeir sem lög-
in eru búin til fyrir, fara að finna gagnsemi þeirra.
Að síðustu kem eg svo að lögum um skipaskoðun.
Það eru lög, sem heyra undir það, að vera öryggis-
lög. Opinberlega hefir verið um það kvartað, og ekki
síst á árinu sem leið, hve illa þau lög væru fram-
kvæmd. Nú ætla eg engan dóm að leggja á fram-
kvæmd þeirra laga, en aðeins benda á það, sem eg
veit um það mál. Eg hygg, að skipstjórar yfirleitt
hafi áhuga fyrir því, að skip þeirra séu sem best
búin að öllu því, er til öryggis má vera skipshöfn-
inni, til þess að forða því, að slys beri að höndum, og
einnig ef slys ber að, en þó er ekki því að neita, að
til eru þeir skipstjórar, sérstaklega á hinum smærri
skipum, sem hafa látið sig það henda, að fá að láni
sum þau öryggisáhöld, sem þarf til þess að forðast
slys, rétt áður en skoðunarmenn hafa komið um borð,
svo sem akkerisfesti, áttavita o. fl.; en þetta er ekki'
sagt þeim til hnjóðs, heldur er það sagt til þess að
minna þá á, að leggja slíkar fljótfærnis-ráðstafanir
niður.
Þau landslög, sem eg tel að mest séu brotin eru þá::
áfengislögin, bifreiðalögin og tollalögin, afurðasölu-
i