Lífið - 01.06.1937, Page 108
266
LÍFIÐ
íingar eru mjög sólgnir í dans, og fer hann fram á
fornfálegan og einfeldnislegan hátt. Karlar og kon-
ur standa hvort gegnt öðru og lyfta sér upp og láta
fallast af öðrum fætinum á hinn, til skiptis, án þess
að hreyfa sig úr stað, annað hvort eptir saung aldr-
aða fólksins, sem hefir þægilegar endurminningar um
liðna tímann og styður æskulýðinn í þessu með á-
nægju, eða eptir glamrinu í mjóu hljóðfæri með fjór-
um strengjum sem menn þrýsta á með annari hendi
en strjúka með hinni“. — Hljóðfærið er auðvitað
langspilið. —
1757 semur Þorsteinn próf. Pétursson á Staðar-
bakka Leikafælu sína, langa og kröftuga ritgjörð á
móti leikum, gestaboðum og skemtunum yfirleitt, en
sérstaklega á móti jólagleði þeirri, er Bjarni sýslu-
maður Halldórsson á Þingeyrum hafði látið halda
heima á Þingeyrum 3 ár í röð, 1755, 56 og 57. —
Bjarni var gleðimaður og rausnarmaður hinn mesti
og höfðingi í héraði, þó ekki væri hann við alþýðu-
skap. Síra Þorsteinn telur „gleðskap, leiki, dansa,
vikivaka, spil, hégómakvæði, tafl, kotru, ónytsam-
legar rímur óleyfilegt eða forboðið í guðs- og manna
lögum og kristnum ósæmilegt, altaf synd, en tvöfalda
synd á helgidögum. Mér virðist það“, bætir hann við,
„alt holdsins verk, en ekki andans, gjörð til að upp-
vekja syndugar tilhneigingar, hvar fyrir fólk og
flykkist þar að til að skemta augum og eyrum sínum
og finna þeim gamla Adam fóstur og viðurværi“. —
Síra Þorsteinn byrjar rit sitt á því að tala um upp-
runa vikivakanna, og rekur þá alla leið sunnan úr
Egyptalandi, og ber saman vikivakana hér og Bakk-