Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 19
XÍFIÐ
177
Nefndinni er rétt að úrskurða, að barn eða ung-
iing skuli taka af heimili þess og ráðstafa því ann-
:arsstaðar:
1) Þegar barn undir 16 ára aldri hefir brotið al-
menn hegningarlög.
2) Þegar það er svo ódælt, að bersýnilegt þykir, að
foreldrar þess eða húsbændur ráði ekki við það.
'3) Þegar drykkjuskapur, illindi eða annað siðleysi
hefir spilt heimilinu svo, að velferð barnsins er
hætta búin.
4) Þegar barninu er misboðið með líkamlegu ofbeldi,
illu atlæti, of mikilli vinnu, slæmum aðbúnaði,
eða heimilisástæðurnar eru þannig, að leitt geti
til heilsutjóns fyrir það, svo og, ef því er ekki
séð fyrir lögskipuðu námi.
5) Þegar barnið er ekki heilt á sál eða líkama, og
heimili þess getur ekki veitt því þá hjúkrun og
uppeldi, sem það þarfnast.
Af því, sem hér er tilfært úr barnaverndarlögun-
um, mega allir sjá, að það er hvorki lítið starf, sem
harnaverndarnefndum er falið, né lítið vald, sem
þeim er gefið með lögum þessum. Við yfirborðsat-
hugun mætti ætla, að með þeim væri sett undir alla
■aðallekana og að mestu leyti fyrir það girt, að hér á
landi yrði nokkuð að ráði af vandræðabörnum. 0g
það mætti búast við, að með setningu þessara laga
hefði runnið upp alveg nýtt tímabil í sögu uppeldis-
málanna á íslandi.
En það er sitthvað að setja lög, sem fara vel á
Þappírnum og hitt, að ganga þannig frá þeim, að þau
séu fyllilega framkvæmanleg og komi að tilætluðum
12