Lífið - 01.06.1937, Side 151
LIFIÐ
309
ekki, með þýsku herafli að bakhjalli, tekið þetta
föstum tökum, hefði það leitt óumræðilegar hörm-
ungar yfir austurríska keisaradæmið og Þýskaland.
Atlögur tyrknesku herjanna báru ekki ávöxt, meðal
annars vegna þess, að 1683 virðist liðstyrkur þeirra
mun ófullkomnari en 1529, enda þótt herirnir væru
að höfðatölu jafn stórir í bæði skiftin, eða 250.000
í hvert sinn. — Árið 1529 voru % herjanna vopn-
færir menn (þ. e. menn, sem höfðu næga kunnáttu
til múgmorða), en árið 1683 hafði þessu hrakað svo,
að hlutfallið var að eins l/3. En þó voru herfylkingar
Tyrkja ægilegri og vígreifari en áður hafði tíðkast
um her, upprunninn í Asíu.
Áreiðanlega var ætlun Tyrkja, með aðstoð ung-
verskra herflokka og Frakka, að gera Austurríki að
landamæraskattfylki. í því skyni voru árásir þeirra
gerðar. Páfanum, Innocent XI. tókst, sem mótaðila,
eftir mikið stímabrak, að vinna Jóhannes Sobíeski
Pólverjakonung til fylgis við Austurríkiskeisara og
Feneyjalýðveldið einnig, og „Hið heilaga bandalag“
1648 var tvímælalaust fullgerð þessarar pólitísku
baráttu. Austurríki átti vissan stuðning furstanna
og annara leiðtoga stjórnmálastefna keisarans
(Reichstandsschaften). Það var traustlega undirbúið
árásum, hvað stjórnmálakænsku áhrærði, og það hét
svo líka, að hernaðarlega væri því ekkert sérstaklega
að vanbúnaði. Þá voru og sæmilegar víggirðingar;
ennfremur vopnabúnaður í þolanlegu ástandi. Vörn-
um var stjórnað af úrvals herforingjum, framar öllu
Ernst Rúdiger greifa af Starhemburg. , Frh.