Lífið - 01.06.1937, Page 145
LÍFIÐ
303
spori hans, á Eustachio teinum. Og sömuleiðis var
þarna fyrsti merkjasíminn — lokaður.
Ósjálfrátt þreif Eustachio hemilstöngina. En þá
heyrði hann það, sem lét miklu hærra í eyrum hans
en öskur hinnar vörulestarinnar, hjartsláttur hans og
blóðið, sem suðaði í eyrum honum — yfirgnæfði alt.
Það var söngurinn — hrópin frá teinunum: Guer-
nica, Guer-ni-ca, Guer-ni-ca ...
Nei, nei, ekki þetta, aldrei, ekki hann! Hafði hann
ekki sagt við Estéban, þegar hann fór burt úr fang-
elsinu, til þess að þiggja vinnu (og grið) af Franco-
piltum: „Svikari! Landráðamaður!“ Jú, þetta hafði
hann vissulega sagt. „Heldur hníga dauður niður!“
hafði hann líka sagt.
Eustascio tók höndina af hemlinum og strauk um
andlit sér og háls. Það var kaldur sviti, sem draup af
honum. Svo beygði hann sig og þrýsti enninu upp
að gluggarúðunni á framhlið eimvélarskýlisins.
Það stóðu menn á sporinu (teinunum) og böðuðu
út höndunum og veifuðu rauðum dulum — rauðum
fánum! Eustachio stóð alveg hreyfingarlaus og starði
einmitt á vegkaflann rétt framundan. Eimvélarbákn-
ið þaut áfram með fullum hraða. Fólkið, sem stóð á
teinunum, stökk til hliðar á síðasta augnabliki. Það
orgaði. Skothvellur dundi við. Nú flaug járnbrautar-
stöðin sjálf fx-amhjá. Þarna var mei'kjasíminn. Hann
stóð á „rauðu“. Að hætta var á ferðum, það datt Eu-
stachio að vísu reyndar ekki í hug. Stöðvunarmerk-
in skyldu ekki stöðva hann í þetta sinn. Eustachio
leit aftur fyrir sig sem snöggvast. Hann rak upp
hrottalegan hlátur. Áfrarn — áfram!