Lífið - 01.06.1937, Page 127
XiÍFIÐ
285
Þegar Þórhildarleiknum var lokið var haldið sam-
an í vænan karlmanna- og kvenmannavikivaka, og
Því næst hófu sumir karlmannadans, ef tíminn leyfði
það, því venjulega var liðið á nóttina, þegar hér var
komið sögunni. Karlmennirnir stigu dansinn, svo
alt hlunkaði undir, en dansmaður eða kvæðamaður
sat framan á pallinum og kvað á meðan, og sinn
maður til hvorrar handar honum og kváðu þeir
undir.
Nú hófst karlmannavikivaki og á eftir var leik-
inn Hoffinnsleikur.
Hoffinnsleikur var mjög tíður á öllum vökunótt-
um, þó enginn gauragangur eða ólæti væru honum
samfara. Hann var þannig leikinn: Allir karlmenn
fara út fyrir dyr, en kvenfólkið situr eftir inni. Karl-
mennirnir völdu nú tvo menn til að vera riddara og
hafa orð fyrir sér og halda uppi svörum, og voru þeir
Hoffinnur og Alfinnur, hinir voru allir sveinar
þeirra. Að sínu leyti völdu meyjarnar sér einhverj-
ar forgöngukonur, er voru fram við dyrnar og héldu
uppi svörum af þeirra hálfu. Síðan var klappað á
•dyr á dyngjunni og kveðið úti fyrir:
Hér er kominn Hoffinn.
Hér er kominn Alfinn.
Hér eru komnir allir Hoffinnssveinar.
Meyjarnar svara:
Hvað vill Hoffinn?
Hvað vill Alfinn?
Hvað vilja allir Hoffinnssveinar?
í’á svara þeir:
Mey vill Hoffinn.