Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 9
XÍFIÐ
167
Hann taldi heppilegast, að ala börn upp á opinber-
um stofnunum, undir umsjá sérfræðinga.
Afstaða barns til foreldra, einkum móður, er vís-
indalegt úrlausnarefni, og því helst á færi mikils sér-
fræðings. En það, sem hér er sagt, ber að skoða sem
umsögn leikmanns einungis. Mér dylst þó ekki, að
það er ýmislegt sálfræðilegs og líffræðilegs efnis í
sambandi móður og barns, sem er langt frá því að
vera svo nægilega rannsakað, að nálgist fullkomna
nákvæmni. Enda er þess ekki að vænta, því uppeldis-
fræðin sem raunhæf vísindagrein er ung með þjóð-
unum, enda þótt slíkt sé enn styttra á veg komið hér
á landi, en víðast annarsstaðar meðal menningar-
þjóða.
Án þess að fella nokkurn dóm, sem skiljanlega er
mér ofvaxið, í þessu vafa- og vandamáli, ætla eg að
benda á þá reynslu er eg, sem áhorfandi, hefi í þessu
máli. Eg hefi haft kynni af hundruðum heimila, í
tveimur heimsálfum, og komist að þeirri niðurstöðu,
að alment séð hafa fóstrur auðsýnt tökubörnum engu
minni ástúð og umhyggju, en mæður sínum eigin af-
kvæmum. En flestum mun koma saman um, að það
sé aðalatriðið, að öðru jöfnu.
En hvað svo sem kann að vera eða reynast hlut-
vænt, og ekki aðeins hugrænt, í þessu máli, þykist eg
mega fullyrða, að hver einasta móðir, og hver sá er
elur barn upp, þarf að vera uppeldisfræðingur.
Þá vil eg fara nokkrum orðum um skyldur for-
eldra. Þeim ber skylda til að tryggja börnum sínum
Jiægilegt til fæðis og klæðis, fágað og göfugt um-