Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 36
194
LÍFIÐ'
ekki fyrir hendi, að svartidauði var margfalt mann-
drápsfrekari á Indlandi til forna en hann er nú.
Skýring á þeirri rénun á lífshættu af völdum far-
sótta er unt að fá, er maður tekur til greina hina
miklu byltingu, er á sér stað í líkama hins sjúka,
meðan á veikinni stendur. Hin geysilega aukning
sjúkdómsvaldanna (sýklanna) í holdvefnum neyðir
frumur líkamans til feikna aukins viðnáms og ann-
arlegs starfs, þ. e. eykur stórkostlega störf þeirra, í
baráttunni við smitunina, sem háð er upp á líf og
dauða. Breyting sú, sem frumurnar verða fyrir í
þessari baráttu, valda ónæmi. Einnig frjófrumurn-
ar (die Keimzellen) taka sömu breytingu. Það veld-
ur aftur því, að næsta kynslóð er ekki eins varnar-
laus gegn sömu drepsótt. Þegar því þannig er varið,
hvað snertir útbreiddustu farsóttir, er slíkt einnig
orsök þverrandi magns margra sjúkdóma yfirleitt.
Þetta er að vísu of stórt efnissvið, til sundurgreindra
athugana í örstuttri grein. En víst er, að ónæmi-
kenningin verður helst skilin og útskýrð með um-
breyting fruma, vegna sjúkdóma, er veldur því, að
hver kynslóð af annari öðlast aukinn mótstöðukraft
á fyrgreindan hátt með arfgengi.
Þennan skilning styðja farsóttafræðilegar (epi-
demiologische) athuganir og rannsóknir. Skýrt er
frá, að árið 1782 hafi bólusótt valdið hi’æðilegum
manndauða við Hudsonflóann. Varla nokkur hinna
50 innfæddu íbúa lifði af veikina. Eina undantekn-
ingin voru kynblendingar, hverra feður voru Ev-
rópumenn, en forfeður þeirra (innflytjendanna)
höfðu á sínum tíma tekið veikina, þjáðst mikið, en