Lífið - 01.06.1937, Side 20
178
LÍFIÐ'
notum í hinu daglega lífi. Þetta hefir komið mjög"
greinilega í ljós við framkvæmd barnaverdnarlag-
anna. Þó að keraldið sé vel gert og pottþétt, þá er
botninn suður í Borgarfirði. Barnaverndarnefndirn-
ar hafa vald til þess að gera bæði þetta og hitt, en
þær hafa yfirleitt hvorki fé né neina aðra aðstöðu
til þess að gera nema örlítið af því, sem þær eiga að
gera og vilja fegnar gera. Náttúrlega hefir orðið
nokkurt gagn að lögunum, einkum í Reykjavík, þar
sem barnaverndarnefnd hefir nokkurt fé til umráða.
og þar að auki aðstoð sérfræðinga nú orðið. Þar var
líka þörfin mest.
í hinum kaupstöðunum munu nefndirnar yfirleitt
hafa reynt að ráða fram úr þeim málum, sem mest.
hafa kallað að, en alt hefir það verið hálfgert kák
vegna þess, að engin aðstaða hefir verið til þess að
gera gagngerðar ráðstafanir.
Eitthvað munu sumar nefndirnar í kauptúnum og
sveitum hafa gert, en hvorttveggja er, að þar er
þörfin minni, enda mun það sumstaðar vera svo, að>
fáir muna eftir, að barnaverndarnefnd sé til.
Það, sem barnaverndarnefndir hafa rekið sig einna
oftast á, er þörfin á, að taka börn af heimilum, ann-
aðhvort vegna þess, að þau eru orðin hálfgerð eða.
algerð vandræða-börn eða vegna þess, að heimilin.
eru líkleg til þess að gera þau að vandræðabörnum.
En á framkvæmdum eru ákaflega mikil vandkvæði,.
eins og nú er í pottinn búið og þegar hefir verið
drepið á.
Fyrst er nú það, að nefndirnar eiga alveg undir
náðinni, hvort þær geta fengið nokkra staði handa.