Lífið - 01.06.1937, Side 28
186
LÍFIÐ
fjandskap, þegar Freud uppgötvaði að kynhvötin
hefir yfirgnæfandi mikilvægi fyrir sálarlíf manna.
Þessa innsýn hafði skáldin lengi grunað, eða „þeim
hafði sagst hugur um hana“, eins og komist er að
orði. En það er nú svo sem eitthvað annað, þegar
læknir lætur slíka sannfæringu í ljósi! Friedrich
Schiller mátti vera viss um að menn væru alment
samþykkir honum, af því hann var stórskáld, þegar
hann nefnir „hungur og ást“ sem grundvallarhvat-
ir (hvatir allra hvata) allra lífsvera. Og Ludvig
Tieck var leyfilegt, án þess að framkalla eða vekja
mótmæli, að segja sama og þetta í skáldsögu sinni
„William Lovell“:
„Það, að vér höfum holdsfýsn, er engan veginn
fyrirlitlegt eða viðbjóðslegt, né er ástæða til að
blygðast sín fyrir slíkt, og þó kappkostum vér án
afláts að afneita henni og því að samræma hana
vitsmunum vorum, til þess að vér getum veitt henni
meiri athygli, gefið framhjá fljúgandi kendum eða
tilfinningum nánari gaum. En þetta er brýn nauð-
syn. Vissulega er holdsfýsnin, og ekkert annað, hið
fyrsta hjól, sem hreyfist í vél líkama vors og sálar.
Það rennir tilveru vorri af stað og gerir hana á-
nægjulega og lifandi. Holdsfýsnin grípur inn í alt,
sem oss dreymir um að sé eða til geti verið göfugt
og fagurt í lífinu. Holdsfýsn (Sinnlichkeit) og
munaður (Vollust) eru andríki (Geist) tónlistarinn-
ar, málaralistarinnar, í stuttu máli: allra lista. Allar
■ óskir mannanna svífa kringum þetta skaut, líkt og
flugan flögrar kringum brennandi Ijósið. Fegurðar-
,-smekkur og tilfinning fyrir hst eru aðrar mállýskur