Lífið - 01.06.1937, Page 139
LÍFIÐ
297
ur né tetur eftir af fatnaði hans. Uppreisnarmenn-
irnir höfðu látið greipar sópa um alt í húsinu. En
samt var það nú hérna, sem undrið skeði: Nágranna
hans, hinum aldurhnigna Julio, sem var kominn af
forvitni, að því er virtist, til að kasta kveðju á
Eustachio, tókst að lauma bréflappa í hendur eim-
reiðarstjóranum, með svo kænlegum og brögðóttum
hætti, að hið sívakandi auga Márans varð einskis
grunsamlegs vart. Bréflappinn var frá Rosina! Upp
frá því var aðeins ein hugsun ríkjandi í huga hans:
til Madrid! Hann varð að komast til Madrid. Þar
voru ástvinir hans. Þar var Rosina!
Eustachio hallaði sér aftur út um gluggann á eim-
reiðarskýlinu. Lestin gekk vel.
Ro-si-na, Ro-si-na, Ro-si-na — sungu hjólin.
Rosina! Hann hafði fyrir löngu lært seðilinn ut-
an að, því hann hafði lesið hann svo oft upp aftur
og aftur. Hinsvegar skildi hann bréflappann aldrei
við sig og geymdi hann altaf rækilega í buxnavasa
sínum.
„Eustachio, elskan mín!“ hafði Rosina skrifað. „Eg
fer í dag héðan. Eg fer til Madrid, til Plaja föður-
bróður míns. Komdu á eftir“.
Komdu á eftir! Rosina vissi nefnilega ekki, þegar
hún skrifaði bréflappann, að það var þegar búið að
taka hann til fanga á járnbrautarstöðinni. Næstum
ár var liðið, svo gamall var bréflappinn. En auðvit-
að var hann sannfærður um, að Rosina mundi hafa
komist leiðar sinnar. Henni var líka trúandi til þess!
Eflaust var hún í Madrid. Þar mundi hann finna.