Lífið - 01.06.1937, Page 112
270
LÍFIÐ'
klaga þá síðan fyrir sýslumanninum; en allra helst
skulu prestar sjálfir varast að koma þar nærri. —
Þá var Guðbrandi biskupi ekki minna niðri fyrir,
er hann mintist á brunakvæði, afmorsvísur, dans-
læti, kveðskap og mansöngva, sem auðvitað var alt
af djöflinum uppfundið, til að veiða veikar sálir.
Herra Þórður Þorláksson biskup lýsir því einnig
fyrir heiðarlegum og vellærðum kennimönnum í Kjal-
arnesþingi, „að á synodus 1679 hafi verið lesið upp
bréf herra Magnús Jónssonar prúða lögmanns norð-
an og vestan, þar sem hann kvartar yfir þeim vonda
skikk, sem allvíða tíðkast á þessu fátæka landi, en
sérdeilis í Þorskafjarðarþingi, að fólk safnist sam-
an, einkum á jólanótt árlega til dansleika og annars
apaspils, með slæmum kveðskap og öðru þvílíku. Nú
með því að svoddan vont athæfi er andstyggilegt og
ólíðanlegt, þá er það skikkan syndi, að það öldungis
afleggist". — Hér er þá veraldlega valdið farið að
leggja orð í um málið. Magnús lögmaður hefir ef-
laust gefið sýslumönnum fyrirskipanir jafnframt því
að hann sendi synodus þessa umkvörtun sína, og 28
árum síðar eða 1707 verður Jón Magnússon lögsagn-
ari í Dalasýslu til þess að banna með dómi að halda
Jörfagleði, sökum siðleysis, en áður hafði Bjö,rn
sýslumaður afskipað þessa gleði 1695. — Það er tekið
fram, að Jörfagleðin hafi verið haldin á baðstofu-
gólfinu, því jafnan hafi verið stórhýst á Jörfa.
Jón biskup Árnason gefur síra Magnúsi Einars-
syni presti í Kaldaðarnesi það svar um vökunætur og
gleðileiki, sem prestur hafði skrifað að séu í brúki í
Flóanum, að: „svoddan vökunætur og gleðileikir eru