Lífið - 01.06.1937, Síða 31
XiÍFIÐ
189
þeim, sem skilur, það sem náttúran „allra náðar-
■samlegast“ felur undir hjúpi næturinnar og hulu aft-
-ureldingarinnar.
Það eru hinir ódauðlegu verðleikar sannleikselsk-
andi ágætismannsins Freud, að hann hefir, öndvert
eða beinlínis gegn heimi, fullum af foi’dómum, blekt-
um af yfirskini og tepruskap, uppgötvað það sam-
hengi hlutanna, sem hér hefir verið að nokkru lýst
í höfuðatriðum, og vísað veginn til frjálsari skiln-
ings á sviði kynferðislífsins (þ. e. innan vébanda
hinnar afar víðtæku kynhvatarstarfsemi). Reynsla
■sú, sem niðurstöður allra rannsókna á taugaveiklun
byggjast á, já, sjálf saga taugaveiklunarfræðinnar
(Neurosenlehre) er í heild í einni setningu, sem bein-
línis upplýsir heilbrigt mannvit, eða varpar, að segja
má, skæru ljósi yfir svið mesta harmleiks lífsins,
sem svo margir verða, gegn vilja sínum og óskum, að
vera þátttakendur í, þar sem hver leysir hlutverk
sitt af hendi eftir „plani“ hreinnar tilviljunar, sögð
■af kynhvatarfræðingnum Max Marcuse í Berlín:
„Samkvæmt niðurstöðum nútíðarvísinda er niður-
bæling eða undirokun kynhvatarinnar mjög mikil-
væg orsök andlegra og líkamlegra sjúkdóma“.
Reyndar höfum vér hrundið kynferðissiðbótar-
hreyfingunni lengra áleiðis en Freud, að því leyti, að
hún er ekki að öllu leyti bundin við hina líffræðilegu
skoðanaháttu hans. Oss er fyllilega ljóst, hve feikna
mikla þýðingu þjóðfélagslegar aðstæður hafa fyrir
lausn vandamála, í sambandi við hið göfuga starf
kynhvatarinnar. Vér höfum vísindalegar sannanir
fyrir því, að hinn veigamesti læknisdómur hinna sál-