Lífið - 01.06.1937, Síða 111
LÍFIÐ
269
þessar samkomur síðar fengu. Nafnið vaka hefir þó
víst altaf verið notað í kaþólskum sið, og af eðlileg-
um ástæðum voru þessar samkomur oft haldnar í
kirkjunum. Við því var ekki hægt að gera vegna hús-
næðiserfiðleika; og jafnvel prestarnir tóku þátt í
þæssum samkomum, eins og t. d. Hámundi prestur.
Þannig virðist hafa staðið alla kaþólskuna út. En
•alt breyttist þetta þegar djöflatrúin og galdratrúin
magnaðist eftir siðabót, og frá þeim tíma stafa þjóð-
:sögurnar um Dansinn í Hruna, sem eflaust hefir ver-
ið vikivaki, því bæði stefin sem kölski kvað: „Hátt
lætur í Hruna“ og „Held eg mér í hurðarhring“
benda greinilega á það. Ekkert lýsir oft og tíðum
hetur hugsunarhætti almennings en þjóðsögur. Eftir
þetta harðna altaf árásir klerkalýðsins. Síra Sigfús
Jónsson (dó 1597) hafði ort kvæðið „Heimsádeila“,
er fárast yfir dansi, svo sem nú skal greina:
1) Satt er það eg seggjum tel, sem mig dansa biðja:
ekki stunda ýtar vel annað boðorð og þriðja
berlega brjóta nú.
Hjartað fyllist heimsku meður, hafnar réttri trú,
saurugt hold í syndum veður, sjáðu þig við því frú.
2) Drekka í kring og dansa með, darka á góðum
klæðum,
fá sér eina frillu á beð með fögrum amorskvæðum
tala og tefla greitt.
Nú taka líka biskupar að fyrirbjóða vökunætur,
eins og Oddur biskup Einarsson, og ef nokkur færi
á slíkar samkomur og ekki hefði áður hlýtt á guðs-
'°rð, þá áttu prestar að skrifa þeirra nöfn í bók og