Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 69

Frjáls verslun - 01.04.2003, Page 69
Katrín Anna Guðmundsdóttir, viðskipta- og markaðsfræð- ingur, horfir á auglýsingar út frá vísun í kynjaímyndir og hvort hægt er að finna í þeim gagnrýni eða niðurlægingu í garð kvenna. Elfa Ýr Gylfadóttir fjölmiðlafræðingur taldi mörkin víð og umburðarlyndi sífellt meira gagnvart klámi og ofbeldi í aug- lýsingum. Hún benti líka á að kynin væru sífellt að færast nær hvort öðru og stundum illmögulegt að greina hvort um karl, konu eða barn væri að ræða. Katrín Anna lýsti nokkrum auglýsingum sem henni þóttu bera sérstaklega vott um það að hallaði á kvenkynið og því sýnd óvirðing. Hún sagðist m.a. hafa sett vörur í viðskipta- bann á sínu heimili og hætt viðskiptum við bankann sinn til margra ára vegna slíkra auglýsinga. Hvar liggja mörkin? Síðust á mælendaskrá var Elfa Ýr Gylfadóttir fjölmiðlafræðingur sem ræddi um kynímyndir á tímum póstmódernisma þar sem allt einkenndist af gríðar- legu framboði og athygli fólks næðist helst þegar hlutir væru settir í nýtt samhengi. Karlar í fyrrum hefðbundnum konu- hlutverkum eða konur í fýrrum hefðbundnum karlahlutverk- um. Gömlu ímyndirnar, konur í heimilisstörfum sem dreymdi um það íyrst og fremst að eignast Nilfisk ryksugu sem karlinn gæfi þeim, væru týndar og nú mætti sjá karla með lakkaðar neglur, líkamshárin flest farin og konur sem væru á mörkum þess að vera konur/börn eða konur/karlar. íslenskar konur lauslátar? í framhaldi af umdeildum aug- lýsingum Flugleiða erlendis hafa vaknað upp umræður um stöðu konunnar á Islandi og þá einkum hvaða mynd verið sé að draga upp af íslenskum konum. Umræður um léttlyndi íslenskra kvenna í erlendum fjölmiðlum hafa oft farið hátt og þegar iýrirtæki á borð við Flugleiðir ýta undir þær skoðanir er ekki gott í efni. Kynlíf er að vísu góð söluvara, en það er ekki víst að sú vara höfði til allra neytenda og konur eru jú jafnstór eða kannski stærri hluti neytenda og karlar. Þannig geta slíkar auglýsingar virkað öfugt og dregið úr neyslunni í stað þess að auka hana. Ein spurningin er hvort rétt sé að gera mikið úr mismun karla og kvenna og mýkja konur um leið og karlar eru gerðir sterkari. Það vekur aftur upp spurninguna um það hvort karlar og konur mega ekki vera misjöfn og hvort endila þurfi hið sama að gilda um kynin hvort sem er í auglýsingum eða lifinu? Þröngsýnin má ekkl ráða Það er sjálfsagt að konur og karlar séu jafnrétthá, fái sömu laun íyrir sömu vinnu, hafi sömu skilyrði til að stunda vinnu og áhugamál sín og geti farið þá braut sem hentar hvoru um sig. Það er hins vegar ekki jafn sjálfsagt að engin mörk séu á milli kynjanna og að sífellt þurfi að setja samasemmerki á milli alls sem gerist. Baráttan fyrir jafnréttinu er stöðug, en hefur hún ekki svolítið færst í rangar áttir þegar ekki má kyngreina eitt né neitt án þess að um leið sé kvartað sé undan kynjamismunun? Hvað með auglýsingar af hálfberum körlum? Lítið heyrist um þær og ekki hefur Jafnréttisráð talið þörf á að gagnrýna þær. Þegar auglýsingar eru skoðaðar í víðu samhengi, má sjá alla flóruna. Það má sjá auglýsingar sem i fljótu bragði eiga lítið eða ekkert skylt við vöruna sem verið er að auglýsa. Þá eru oft konur, fallegar konur eða stúlkur, sýndar léttklæddar til að grípa athygli (hverra?) áhorfandans. Hvort bíllinn, gosið, snakkið eða verðbréfin eiga fremur leið til karla en kvenna skal ósagt látið en þarna er greinilega verið að höfða til kynhneigðar karla. Vald auglýsinganna Þeir sem búa til auglýsingar mega ekki gleyma því að þeir hafa mikið vald. Vald til að breyta smekk íjöldans og búa til væntingar. Þeir sýna gjarnan heim sem ekki er til, heim sem margir vilja búa í en til þess að svo megi verða þarf að kosta einhveiju til. Og eftir situr spurningin: Hvað kostar þessi heimur? Hver borgar þann kostnað? 5D 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.