Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Side 70

Frjáls verslun - 01.04.2003, Side 70
SÉRFRÆÐINGAR SPÁ í SPILIN Spummgin til Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagheðistotinmar Háskólans, er þessi: Þú sagóir á ráðstefnu nýlega ad framundan væru framkvæmdaár þar sem fjárfest yrhi upp á um 315 milljarda í stóridju og víöar. Hversu mikil spenna erþetta fyrir efnahagskerfið? Um 315 milljarða fjárfestingar framundan Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskólans: „í aðdraganda kosninga lofuðu nær allir flokkar skattalækkunum en til að lækkanirnar leggi ekki enn þyngri byrðar á peninga- málastefnuna er nauðsyn- legt að minnka útgjöld hins opinbera á móti.“ Miðað við þær íjárfestingar sem nú eru í pípunum er ljóst að gríðarmikil umsvif eru framundan á Islandi - meiri umsvif en þekkjast meðal annarra iðnvæddra þjóða. Uppsveiflan sem fylgir þessum miklu framkvæmdum mun reyna mjög á hagstjórn næstu árin, en í því efni skiptir miklu máli að vel sé að verki staðið ef við eigum að njóta ávaxtanna af fram- kvæmdunum. Illa ígrunduð hagstjórn sem liti framhjá þeirri spennu sem óhjákvæmi- lega myndast við framkvæmdir af þessari stærðargráðu myndi leiða til verðbólgu, óstöðugra gengis, óhóflegra vaxta og versnandi lífskjara. En hvernig er hægt að bregðast við? I meginatriðum með harðri beitingu peningamálastefnunnar, aðhaldi í fjármálum hins opinbera og virkri stefnu- blöndun. Sennilega eru stýrivextir Seðlabankans nú lægri en þeir munu verða næstu árin og því er borð fyrir báru hvað varðar peninga- málastefnuna. Til að hamla á móti þenslu á vöru-, þjónustu- og vinnumarkaði er nauð- synlegt að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína og komi þannig í veg fyrir að verð- bólga keyri úr hófi. Vegna þess hve fyrir- sjáanleg umsvif eru mikil þarf þó meira að koma til en hækkun vaxta. Mikilvægt er að fjármál hins opinbera taki tillit til fram- kvæmdaáranna sem framundan eru og styðji við peningamálastefnuna. I aðdrag- anda kosninga lofuðu nær allir flokkar skattalækkunum en til að lækkanirnar leggi ekki enn þyngri byrðar á peninga- málastefnuna er nauðsynlegt að minnka útgjöld hins opinbera á móti. Ef niður- skurður fylgir ekki í kjölfarið er ljóst að verðbólguþrýstingur mun aukast til muna. Eg tel í þessu sambandi að mjög mikilvægt sé að fljótlega verði lögð fram nákvæm áætlun um hvernig skattalækkunum verður háttað og hvernig á að draga úr útgjöldum hins opinbera. Þannig er hægt að tímasetja aðgerðir í peningamálum með það fyrir augum að samspil ijármála og peningamála verði í takt og hagstjórnin nái að hamla gegn verðbólgu. Þannig er vaxandi kaupmáttur tryggður og vaxandi velferð mun sigla í kjölfarið. Ef hinsvegar útgjöld hins opinbera verða aukin mun það leiða til þess að vextir verða að hækka hraðar en ella til að spyrna við ofþenslu en það mun ekki einungis leiða til óhóflegra vaxta heldur mun það leiða til styrkingar krónunnar, þegar vaxtamunur við útlönd eykst. Því meiri sem ríkisútgjöldin verða því hærri verða vextir að vera (og gengi) til að jafn- vægi náist í efnahagslífinu. Undanfarinn áratug hefur hagstjórn mjög batnað á Islandi. Seðlabanki starfar eftir verðbólgumarkmiði, sjálfstæður frá stjórnvöldum, og fjármál ríkisins hafa snúið frá undirliggjandi hallarekstri til afgangs og skilvirkni í rekstri rikissjóðs. Jafnframt er rétt að vekja athygli á því að núverandi skipulag hagstjórnar ræður mun betur við skelli á efnahagslífið en það fyrirkomulag sem Islendingar bjuggu við í byrjun síðasta áratugar. En betur má ef duga skal. Enn er hægt að hagræða í rekstri hins opinbera og enn má bæta sam- spil hagstjórnaraðgerða. [ffl 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.