Morgunn - 01.12.1971, Side 3
SVEINN ÓLAFSSON:
OPINBERANIR
EMANUELS SWEDENBORG
Tráararfurinn - hinn mikli grundvöllur.
Frá örófi alda, sennilega frá þvi er
fyrst byrjaði að örla fyrir árroða frjálsr-
ar hugsunar, hefur vitund mannsins
skynjað það, að á bak við þann veru-
leika, er hann hrærist í, og allt líf hans
hér á jörðu með fjölbreytileik lífsreynsl-
unnar og lífsfyrirbæranna, sem hér birt-
ast honum, væri dulinn og altakandi
máttur, hinn almáttugi sköpunarkraft-
m-, sem engum nema bhndrnn getur
dulizt. — Þótt fræði- og vísindamenn nútímans hafi leitazt við
að grafast fyrir um upphaf hinna margvíslegu trúarbragða,
sem mannkynið á í dag, hverfa sporin inn í hið mikla djúp tím-
ans, þar sem enginn megnar að rjúfa þögnina.
Þótt vér nútímamenn megmnn þannig eigi, að skynja eða
skilgreina upphafið og hinn mikla grundvöll, þekkjum vér þó
arfinn frá himrm miklu fræðurum síðustu árþúsunda, hinum
stóru öndum, er lagt hafa grundvöllinn að og gefið oss þau trú-
arbrögð, sem fullkomnust má telja, og sem fjölmennust eru í
dag. Þessum afreksmönnxun andans er það öllum sameiginlegt,
að flytja oss í rauninni hinn sama boðskap, þótt með mismun-
6