Morgunn


Morgunn - 01.12.1971, Page 4

Morgunn - 01.12.1971, Page 4
82 MORGUNN andi hætti sé; að einn Guð hafi skapað þennan heim af almætti sínu, ásamt öllu dauðlegu og lifandi, sem í honum er, og þar með einnig oss sjálfa; og þá einnig, að að baki hins sjáanlega sé andlegur veruleiki og eilift lif mannsins á andlegum svið- um, og þá um leið að siðferði og breytni manna í veraldarlíf- inu skipti höfuðmáli fyrir andlega velferð í eilífðinni. Hæst af spámönnunum og hinum eldri trúarleiðtogum bera nöfn eins og Mose, Buddha, Jesaja, Zoroaster, Jeremía, en bæði nær og fjær í tímanum standa enn aðrir, sumir þekktir, aðrir gleymdir, sem voru veigamiklir hluttakendur i sköpun trúararfs mannkyns. — Mætti þar nefna marga til viðbótar eins og til dæmis Rama og Krisna í Indlandi, Confucius og Lao Tze í Kína, Hermes og keisarann Amenhotep IV, öðru nafni Akhnaton, i Egyptalandi, auk margra fleiri. Þá mætti einnig geta þess, að við skjalafund á síðustu tímum í hellum í Gyð- ingalandi, svokallaðra Deadsea Scrolls, eða handritanna við Dauðahaf, hefur komið í ljós, að meðal Essena, sem var leyni- legt samfélag helgra manna, er þarna starfaði löngu fyrir og fram yfir Kristshurð, mun hafa verið uppi mikill andi, sem ekkert nafn er þekkt á, en sem nefndur var Kennifaðir Rétt- lætisins. — Talið er líklegt að þessi mikli kennifaðir og sam- félag Essenanna hafi ef til vill lagt grundvöllinn að, eða a. m. k. varðveitt frá eldri tíma, kjarna þeirra fullkomnu trúar- og siðferðiskenninga, sem Jesús Kristur, drottinn vor, flutti mann- kyninu, og staðfesti með lifi sínu og dauða. Öllum þessum innblásnu öndum, spámönnum og trúarleið- togum, hefur verið það sameiginlegt, að þeir hafa verið miklir og stórbrotnir sjáendur, sem höfðu spádómsgáfuna og krafta- verkamáttinn þannig að þeir gnæfðu upp yfir aðra menn í vizku og mætti, sem gerði það að verkum, að þeir, sem áttu hina inmi barnslegu skyggni trúarinnsæisins óspillta og óhrenglaða í sálu sinni, gátu ekki annað en játað tilveru hins andlega veruleika og fyllzt ósegjanlegri hrifningu og trúar- vissu fyrir sakir hins guðdómlega krafts og vizku er þessir miklu persónuleikar opinberuðu í kenningum og máttar- verkum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.