Morgunn - 01.12.1971, Page 14
92
MORGUNN
andlega veruleika með svo áhrifaríkum hætti, að þau verða
fyrir innri sjónum manns eins og klettur, sem ekki verður
haggað.
Nýr grundvöllur - nýtt inntak trúarlífs mannkyns.
Kenningar Swedenborgs eiga vinsældum að fagna um allan
heim, og í flestum menningarlöndum hafa verið stofnuð félags-
samtök manna, sem skilið hafa hið ómetanlega gildi þeirra fyr-
ir mannkyn allt. Fjölmennust munu slík félög vera í Bretlandi
og Bandaríkjunum, en þar eru þau mjög f jölmenn. Megintil-
gangur þessara félaga er að sjá um að útgáfu rita hans leggist
ekki niður og kenningarnar um hina guðlegu opinberun hins
nýja inntaks hins heilaga Orðs og um líf mannsins á æðri til-
verusviðum, megi að lokum ná til alls mannkyns. Félög þessi
ganga almennt í öllum löndrun undir nafninu Swedenborg-fé-
lög, en sums staðar eru einnig tengd þeim félög, er nefnast
„New Church“ félög, eða félög hinnar Nýju Kirkju, en þessu
nafni er ætlað að gefa til kynna hið fyrirhugaða lokamark.
Þetta nafn hefur samt orðið til að valda nokknnn misskilningi,
sérstaklega meðal þeirra, sem ekki þekkja til, á þann veg, að
markmiðið sé að leggja hina gömlu kristnu kirkju að velli, og
reisa nýja á rústum hennar. — Þetta er hins vegar gagnstætt
hinni guðlegu ráðsályktun, segir i ritum Swedenbergs, þvi hið
drottinlega markmið og ætlan er, að hin gamla kirkja skuli
endurnýjast fyrir nýtt og fullkomnara inntak, mannkyni til
andlegrar endurvakningar og blessunar í bráð og lengd; án
átaka, i friði og eindrægni. — Um hlutverk sitt í þessum efnum
hefur Swedenborg ritað margt, og er eftirfarandi útdráttur úr
bréfi, sem hann ritaði vini sínum frá Lundúnum árið 1769,
talandi vottur um þetta efni. Hann skrifar: „Drottinn sjálfur
kallaði mig til heilags embættis; þóknaðist Honurn náðarsam-
legast að birtast mér, sínum óverðugum þjóni, augliti til auglit-
is árið 1743. Honum þóknaðist einnig að opna svo augu mín, að
ég gæti séð inn i hinn andlega heim, og gjöra mig færan um
að eiga samræður við anda og engla, og hef ég haft þennan
hæfileika til þessa dags (1769). Frá þeim tíma tók ég að rita