Morgunn - 01.12.1971, Síða 15
OPXNBERANIR EMANUELS SWEDENBORG
93
og gefa út ýmislega ókunna leyndardóma, sem ég annaðhvort
hef séð eða hafa verið birtir mér, um himnaríki og helvíti, um
ástand manna eftir dauðann, um sanna guðsdýrkun, um hina
andlegu þýðingu ritningarinnar og mörg önnur sannindi, er
miða til sáluhjálpar og sannrar speki“.
Viðleitni og lífsviðhorf Swedenborgs.
Allt frá unga aldri virðist öll viðleitni Swedenborgs í lífinu
hafa beinzt að því, að finna kjarnann i veruleika þess. Þessi
viðleitni bar óvenjulegan ávöxt og hefur, að dómi fróðra, leitt
liann lengra en nokkurn annan. Hann fann ekki eingöngu
mikil sannindi með vísindaiðkunum sínum, heldur auðnaðist
honum, eins og einn aðdáenda hans segir, að svipta frá for-
tjaldi hins dulda, og opinhera mönnum hina dýpstu leyndar-
dóma frá huldum og æðri lífssviðum andans, þar sem mönnum
er, samkvæmt fyrirheitum Drottins vors Jesú Krists, búin dvöl
að loknu lífi hér á jörðu. Þau athyglisverðu innmæli hafa ver-
ið viðhöfð um hann í þessu sambandi, að í upphafi hafi hann
leitað andans og sálarinnar í gegnum vísindalega lærdóma, en
vitranir hans og hin mikla andlega uppljómun hafi síðan
breytt stefnunni, og upp frá því lýsi hann innri verund sálar-
innar og lífsins samkvæmt fenginni reynslu á æðri vitundar-
sviðum andans.
IAfsorkan — viljinn — skilningshœfileikinn.
Kenningar og fræðsla Swedenborgs um heildarviðhorfin i