Morgunn - 01.12.1971, Síða 16
94 MORGUNN
stefnu lífsundursins, um hina guðlegu forsjón og leiðsögn, og
um lögmálin er að baki liggja, eru svo sláandi, að i Ijósi þess
er hann opinberar verður margt skiljanlegt, sem dulizt liefur
mönnum og verið óræð gáta. Er hér um einfaldar skýringar
að ræða, sem hafa grundvallargildi. Má þar sem dæmi nefna
kenningar Swedenborgs i sálfræðilegum efnum, — án þess að
hann nefni það því nafni, — en þær eru einstæðar. Svo sem
kunnugt er flestum, hefur það vafizt fyrir fræðimönnum að
skilgreina með ljósum hætti hvað vilji mannsins i rauninni
væri; ber þeim flestum bæði fyrr og nú mikið á milli um þetta
sálfræðilega atriði. — Swedenborg kemur fram með einfalda
skýringu sem varpar nýju ljósi á þetta torskilda atriði. Hann
segir: Viljinn er móttökustöð eða þáttur kærleikans i mannin-
um. Hann meðtekur lífsaflið, sem er kærleikurinn frá Drottni;
en það að lifsaflið og kærleikurinn séu hið sama, hefur eng-
inn — segir hann — áður vitað, fyrr en Drottinn opinberaði
mér þetta. — Hann undirstrikar, að þetta sé i rauninni aug-
ljóst, og sanni sig sjálft: það sem manninum þyki vænt um með
einhverju móti eða í einhverjum mæli, það vilji og geri hann.
— Þá talar Swedenborg um það, sem almennt nefnist greind
mannsins og segir: skilningurinn er móttökuhæfileiki manns-
ins, sem meðtekur frá Drottni þátt vizkunnar og gerir honum
kleift, að sjá með innri augum og gripa kjarna huglægrar jafnt
sem hlutrænnar reynslu; fyrir skilninginn auðnast mannin-
um að ná valdi á umhverfi sínu og lífi. Sézt enda við ihugun,
að þegar skilningurinn frjóvgast af menntun og reynslu, þá
auðnast manninum að rísa upp yfir og ná tökum á öflum nátt-
úrunnar; verða herra jarðarinnar.
Gott og illt.
Vart eru til þau svið mannlegrar reynslu og lífsviðhorfa, sem
Swedenborg ekki tekur til athugunar og skilgreinir með ýms-
um athyglisverðum hætti. Er þar á meðal spurningin um gott
og illt annars vegar, og kærleika og gæzku Guðs hins vegar;
en flestum, er hugleiða lífið, verður þetta fyrr eða síðar grund-
vallar viðfangsefni, og menn spyrja: Hvemig má það vera,