Morgunn - 01.12.1971, Page 27
OPINBERANIR EMANTJELS SWEDENBORG
105
myrkur. ■— Ljós hinna innri eða æðri sviða er þannig bjartara
í þessum skilningi en séð verður veraldlegum efnisaugum og er
líf þeirra þannig oss hulið og ósýnilegt. — Hin aðskilda stig-
skipting gerir þessi lifssvið einnig óskynjanleg snertiskyni
dauðlegra manna. — En himnarnir og vítin, með sínum
mörgu sviðrmi, eru einnig aðskilin með þessum hætti, og
óskynjanleg sín í milli, þar sem þau eru, eins og jarðarsviðið
og hinn andlegi heimur, aðskilin sín í milli eins og mismun-
andi þrep í stiga. — Eina sambandið upp á við sem þekkist að
til sé milli þessara aðskildu þrepa, er fyrir sérstaka hæfileika,
sem aðeins eru gefnir af guðdómnum fyrir sérstaka náð. —
Þeir, sem eru á hærri tilverusviðum, munu þó geta með sér-
stökum hætti fært skynjanasvið sitt niður á við til lægri sviða.
— Það sem ræður aðgreiningunni á andlega sviðinu í mismun-
andi samfélög er samstæðni og andlegur skyldleiki er dregur
þá saman sem líkir eru, en öfugt um þá, sem eru ólíkir.
Lögmál tilsvörunar og hliSstceSna.
Lögmáhð um tilsvörun veruleikans á hinum aðskildu lífs-
sviðum hefur Swedenborg nefnt Lögmál hliðsíœÖnanna. —
Grundvöllinn að skýringunum á Heilagri Ritningu er einmitt
að finna í eðli og tilveru þessa lögmáls, en það skýrir Sweden-
borg af vísindalegri nákvæmni. Þetta lögmál á sér rætur í eðli
guðdómsins, en í því eru þrír ótakmarkaðir og óbirtir vemdun-
arþættir, en i manninum og lífssviðum sköpunarverksins eru
- að sögn Swedenborgs - tilsvarandi þrír eðlisþættir, takmark-
aðir og efnisbundnir. Þeir eru: kærleikur, vísdómur eða skyn-
semi og gagnsemi; eða tilgangur, orsök og afleiðing. Tilgang-
urinn eða ráðsályktun er hjá Heilögum Guði; orsakirnar til
allra hluta eru í hinum andlega heimi; birtingin eða gagn-
semdin kemur fram í efnisheiminum á jarðarsviðinu. — Heim-
ur andans er þannig hinn mikli veruleiki, en birting hans er
einskonar spegilmynd á voru lífssviði, eins og áður segir.
Opinberunarbókin — uppfylling spádómanna?
Á einum stað í frásögnum sínum frá heimsókn á æðri lífs-