Morgunn


Morgunn - 01.12.1971, Page 31

Morgunn - 01.12.1971, Page 31
OPINBERANIR EMANTJELS SWEDENBORG 109 rétt, sem Ritningin segir, að maðurinn elskar, skilur, hugsar og framkvæmir ekkert af sjálfum sér, því án Guðs, í þessum skilningi, getur hann alls ekki neitt. — Allt þetta dylst samt manninum sjálfum, enda er það lögmálið, og það er nauðsyn- legt til þess að maðurinn geti látið sér finnast að allt, er hann hugsi, tali og framkvæmi, komi frá honum sjálfum, enda gæti hann ekki unnið sér verðleika til sáluhjálparinnar, ef þessu væri ekki þannig varið. Og maðurinn á að gera allt eins og hann geri það af sjálfum sér, því svo er til ætlazt. En hann má hins vegar ekki láta sér sjást yfir það, að játa það fyrir sjálfum sér þegar hann hugsar í einrúmi, að allt, sem hann er og gjörir, sé frá Guði og án Hans geti hann ekkert. — Þann grundvallar- sannleik skynji og hver guðhræddur og trúaður maður sjálf- krafa, að ekkert gerist í lífi hans nema fyrir guðlega forsjón og handleiðslu. Hin eilífa sálulijálp. Sáluhjálp mannsins er, - þegar á allt er litið, sem Swend- borg fjallar um, — grunntónn kenninganna, sem hann flytur, enda er það einnig grundvallarinntak Heilagrar Ritningar og allra kirkjukenninganna. Og Swedenborg leggur áherzlu á það, að ekki sé eins erfitt hinum venjulega manni að ganga hinn þrönga veg, er tryggi eilífa sáluhjálp, eins og menn hafi haldið og allir tali um; hinn þröngi vegur sé í því fólginn að iðka í lífi sínu óaflátanlega lögmálið um „að elska Guð af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig“. — Þetta sé samkvæmt þeim útlistunum Ritningarinnar er honum voru opinberaðar hinn óhagganlegi grundvöllur, sem aldrei raskist, — grundvöllur- inn, sem heilög kirkja hafi frá upphafi boðað og kennt, hið mikla bjarg, sem öll hamingja og öll sáluhjálp, þessa heims og annars, byggist á rnn tíma og eilífð. Blessun kirkjunnar til handa. Af því, sem hér hefur verið sagt í sambandi við opinberanir Swedenborgs, má ljóslega sjá, að varla hefur kristin kirkja eignazt öflugri og rismeiri liðsmann, - liðsmann, sem hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.