Morgunn - 01.12.1971, Side 54
132
MORGUNN
sínum. Bauð kunninginn honum að líta inn til sín og konu
sinnar um kvöldið. Þetta þáði Croiset fegins hendi. Um kvöldið
bar ýmislegt á góma og meðal annars sagði Croiset hjónunum
eitthvað af andlegri reynslu sinni, sem hann kvaðst ekkert
botna í sjálfur.
Gestgjafinn, sem var spíritisti, þóttist fljótt sjá í hverju hæfi-
leikar Croisets væru fólgnir, og bauð honum að taka þátt í til-
raunafundum með sér og láta reyna sig sem trancemiðil. Croi-
set þekktist þetta í fyrstu, en féll það ekki alls kostar og gekk
fljótt úr þessum félagsskap. Taldi hann, að ýmisleg fyrirbrigði
sem spíritistar héldu stafa frá framliðnum mönnum, mætti
skýra öðruvísi og vildi ekki eiga hlut að neinu, sem hann ótt-
aðist að kynni að vera blekking.
Sumarkvöld eitt skömmu seinna heimsótti Croiset ásamt
konu sinni úrsmið að nafni Henk de Maar. Af hendingu fór
Croiset að handleika mælikvarða, sem lá þar á borðinu, og sá
hann þá þegar ljóslifandi í huga sér ýmis atvik frá æskuárum
De Maars. Til dæmis fór hann að segja frá bílslysi, sem hann
sæi, lýsti umhverfi og aðstæðum og mælti: „og þama liggur
mannslíkami á veginum." De Maar hlustaði á þetta furðu lost-
inn og hrópaði: „Allt er þetta hárrétt, sem þú segir. Sérðu oft
svona sýnir?“
„Mjög oft,“ svaraði Croiset.
„Þá hlýtur þú að vera skyggn,“ svaraði De Maar.
Þannig
hann að berast út á meðal manna. Fólk sem
statt var í ýmiss konar vanda, sótti til hans alls konar ráðlegg-
ingar og upplýsingar, og hann fékk um annað að hugsa en
endalok matvörubúðar sinnar. Systir hans sem gift var verzl-
unarstjóra, hélt að hann væri af göflum genginn að láta sér
til hugar koma, að hann væri gæddur óvenjulegum sálrænum
hæfileikum, en sjálfstraust hans óx með vaxandi æfingu.
Faðir Croisets hafði dáið af hjartabilun, þegar Croiset var
fimmtán ára, en móðir hans lézt af krabbameini, er hann var
tuttugu og sex ára. Hafði hún einkum nærzt á ferskjum eftir
byrjaði
„Þannig byrjaði þetta,“ sagði Croiset löngu
seinna. Smám saman fór orðrómurinn um