Morgunn


Morgunn - 01.12.1971, Side 65

Morgunn - 01.12.1971, Side 65
SÁLFARIR 143 Af ótta við að hún mundi skaða í sér sjónina, hafði verið bundið fyrir augu hennar. Þegar hún vaknaði, gerði hún enga tilraun til þess að taka bindið frá augunum, en hins vegar virtist hún sjá engu síður en áður, þótt bundið væri fyrir augu hennar. Má geta nærri hvílika athygli þetta hefur vakið. A. J. Smith, ritstjóri dagblaðsins Danville Times og presturínn A. J. Rhea, voru ásamt fleiri vinum fjölskyldunnar viðstaddir þegar Mary Roff „las“ réttilega fyrir þeim efni óopnaðs bréfs, sem lá í vasa ritstjórans, en hún gat séð efni þess, án þess að nokkur gæti gert sér grein fyrir því, hvernig hún færi að því. Rit- stjórinn, sem fyrst í stað varð orðlaus af undrun, skrifaði síðan ítarlega skýrslu um viðburð þennan í blað sitt. En smám saman hrakaði heilsu ungu stúlkunnar svo mikið, að læknar ráðlögðu foreldrunum að senda hana þegar í stað á geðveikrahæli. Hjónin höfnuðu því með öllu. 1 þess stað skipt- ust þau sjálf á um að hjúkra henni, og þegar þau heimsóttu vinafólk í Peoria í tilefni af hátíðahöldum þjóðhátíðardagsins 1865, var Mary í för með þeim. Morguninn eftir kvartaði hún um hræðilegan höfuðverk og stóð upp frá morgunverðinum. Skömmu seinna fundu þau hana látna í rúmi sínu. Líkskoðar- inn gaf upp heilakrampa sem andlátsorsök. Nú víkur sögunni til hjónanna Tómasar Yennum og konu hans, sem bjuggu á bóndabæ einum í Iowa. Þau áttu dóttur, sem var aðeins fimmtán mánaða gömul, þegar Mary Roff dó. Sex árum seinna fluttu þau Vennum-hjónin á bóndabæ einn sjö milum fyrir sunnan Watseka í Illinois; þetta var árið 1871. Dóttir þeirra hét Lurancy Vennum, og er af framansögðu ljóst, að hún sá aldrei Mary Roff. Þegar Lurancy var þrettán ára gömul, var hún alveg nor- mal telpa og við góða heilsu. En þá rann upp tólfta dánardæg- ur Mary Roff 5. júlí 1877. Lurancy vakti furðu foreldra sinna morguninn eftir með þvi að segja: „Það var fólk inni í her- berginu minu i nótt, og það var alltaf að kalla „Rancy! Rancy!“ Og ég fann andardrátt þess á andlitinu.“ Næstu nótt varð telpan fyrir sömu reynslu, en fyrirbrigðin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.