Morgunn - 01.12.1971, Side 65
SÁLFARIR
143
Af ótta við að hún mundi skaða í sér sjónina, hafði verið
bundið fyrir augu hennar. Þegar hún vaknaði, gerði hún enga
tilraun til þess að taka bindið frá augunum, en hins vegar
virtist hún sjá engu síður en áður, þótt bundið væri fyrir augu
hennar.
Má geta nærri hvílika athygli þetta hefur vakið. A. J. Smith,
ritstjóri dagblaðsins Danville Times og presturínn A. J. Rhea,
voru ásamt fleiri vinum fjölskyldunnar viðstaddir þegar Mary
Roff „las“ réttilega fyrir þeim efni óopnaðs bréfs, sem lá í
vasa ritstjórans, en hún gat séð efni þess, án þess að nokkur
gæti gert sér grein fyrir því, hvernig hún færi að því. Rit-
stjórinn, sem fyrst í stað varð orðlaus af undrun, skrifaði síðan
ítarlega skýrslu um viðburð þennan í blað sitt.
En smám saman hrakaði heilsu ungu stúlkunnar svo mikið,
að læknar ráðlögðu foreldrunum að senda hana þegar í stað á
geðveikrahæli. Hjónin höfnuðu því með öllu. 1 þess stað skipt-
ust þau sjálf á um að hjúkra henni, og þegar þau heimsóttu
vinafólk í Peoria í tilefni af hátíðahöldum þjóðhátíðardagsins
1865, var Mary í för með þeim. Morguninn eftir kvartaði hún
um hræðilegan höfuðverk og stóð upp frá morgunverðinum.
Skömmu seinna fundu þau hana látna í rúmi sínu. Líkskoðar-
inn gaf upp heilakrampa sem andlátsorsök.
Nú víkur sögunni til hjónanna Tómasar Yennum og konu
hans, sem bjuggu á bóndabæ einum í Iowa. Þau áttu dóttur,
sem var aðeins fimmtán mánaða gömul, þegar Mary Roff dó.
Sex árum seinna fluttu þau Vennum-hjónin á bóndabæ einn
sjö milum fyrir sunnan Watseka í Illinois; þetta var árið 1871.
Dóttir þeirra hét Lurancy Vennum, og er af framansögðu
ljóst, að hún sá aldrei Mary Roff.
Þegar Lurancy var þrettán ára gömul, var hún alveg nor-
mal telpa og við góða heilsu. En þá rann upp tólfta dánardæg-
ur Mary Roff 5. júlí 1877. Lurancy vakti furðu foreldra sinna
morguninn eftir með þvi að segja: „Það var fólk inni í her-
berginu minu i nótt, og það var alltaf að kalla „Rancy! Rancy!“
Og ég fann andardrátt þess á andlitinu.“
Næstu nótt varð telpan fyrir sömu reynslu, en fyrirbrigðin