Morgunn - 01.12.1971, Blaðsíða 80
158
MORGUNN
ilsins Andrésar Böðvarssonar árið 1926, þegar við hjónin buð-
um honum að dvelja hjá okkur á Mosfelli sér til hressingar að
sumarlagi. En ég segi itarlega frá þeim atvikum öllum i síð-
ustu bók minni Hvert liggur leiðiri?“
„Sannfærðistu þá um, að kenningar spíritista væru réttar?“
„Algjörlega. Það varð lika til þess að ég fór að lesa ýmislegt
rnn þessi efni“.
„Hver var fyrsta hókin þín?“
„Sögur, sem kom út 1935. Og ég vil bæta því við, að ég hefði
aldrei þorað að leggja í það stórræði, nema fyrir áeggjan Ein-
ars H. Kvarans skálds, sem fylgdi þessu fyrsta spori mínu úr
hlaði með afarfallegum formála“.
„En hver var fyrsta bók þin um dulræn efni?“
„Í7r dagbók miðilsins, sem kom út 1944. Hún fjallaði um
Andrés Böðvarsson“.
„Og hver var næst?“
„Fyrri bók mín um Hafstein Björnsson miðil, árið 1946“.
„Hafðirðu þá þekkt hann lengi?“
„Ég kynntist Hafsteini fyrst árið 1937. Á fundi hjá honum
taldi ég mig komast í samband við föður minn heitinn, Lárus
Þorsteinsson. Mér var það mjög dýrmætt, því ég var aðeins sjö
ára, þegar hann dó. Árið 1952 skrifaði ég svo bókina um þenn-
an mikilhæfa miðil“.
„Hvern telurðu meginmuninn á því að skrifa skáldsögu og
bók um dulræn efni, til dæmis miðil?“
„I skáldsögunni hef ég frjálsar hendur og þarf ekki að gera
neinum grein fyrir vinnubrögðum mínum. En þegar ég skrifa
bók um dulræna hæfileika annarar manneskju, fer aftur á
móti að minnka olnbogarúmið. Fyrst verð ég að skrifa niður
það sem miðillinn segir mér eða lýsa fundum hjá honum. Síð-
an verð ég að hreinskrifa það allt heima hjá mér. Þá er að
bera það undir hann, að rétt sé eftir haft og gera leiðréttingar
ef nokkrar eru. Og þegar fleiri persónur koma við sögu, eins
og á fundum, hlýtur maður einnig að leyfa þeim að heyra
hvað eftir þeim er haft og taka leiðréttingum þeirra. Stundum
boða ég þennan hóp af fólki heim til mín til þess að allir geti