Morgunn - 01.12.1971, Qupperneq 102
180
MORGUNN
skyggnilýsingafund í Austurbæjarbíói í Reykjavík. - Var ár-
angur, eins og tíðkast á skyggnilýsingarfundum Hafsteins,
mjög áhrifamikill, og var kannazt við flest öll þau nöfn og
upplýsingar er fram komu, svo að litið vantaði upp á að allt
kæmist til skila. Mun láta nærri, að hátt á annað hundrað
mannanöfn hafi komið fram, sem þannig var að mestu kann-
azt við, en auk þess hinar víðtækustu upplýsingar um fram-
liðið fólk er fram kom, ásamt persónulýsingum, hæði mn hegð-
un og háttemi auk útlits viðkomandi persóna.
Mun það sanni næst, að Hafsteinn sé einstæður í heimimnn
í dag og er haft eftir kunnugum, að t.d. meðal sálarrannsókna-
manna í Bandaríkjunum sé ekki vitað um neinn miðil, er hafi
slíka hæfileika sem Hafsteinn og geti komið slíkum urmul af
mannanöfnum til skila. — Að koma nöfnum á milli er eitt hið
erfiðasta í sambandi við miðilsstarf, enda reynsla margra, að
þetta sé jafnvel oft ekki mögulegt. Vonandi verður SRFl þeirr-
ar gæfu aðnjótandi framvegis, að eiga við Hafstein hið bezta
samstarf, svo sem verið hefur, þannig að félagsmenn og aðrir
velunnarar sálarrannsóknanna megi verða aðnjótandi hinna
merku skyggnilýsinga hans og annara starfa.
v . .... Frú Elínborg Lárusdóttir, rithöfundur, hefur
sýnt SRFÍ þann hlýja vinarhug að gefa kr.
50.000,00 til þess að stofna sjóð, sem á að styrkja rannsóknir
dularfullra fyrirbæra. Hefur skáldkonan ákveðið að sjóður
þessi skuli vera kenndur við skáldið Einar H. Kvaran. - SRFl
færir frú Elínborgu alúðarþakkir fyrir þessa veglegu gjöf og
þann skilning sem hún ber með sér á nauðsyn rannsókna dul-
rænna fyrirbæra.