Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 7

Morgunn - 01.06.1981, Side 7
INNGANGUR 5 báru fram i upphafi, er enn heillandi rannsóknarefni. Tilgátan er: maður- inn hefur sál. Hvert er eðli sjálfsvitundarinnar? Er tvíhyggjan sannleikanum sam- kvæm? Nánar verður um þetta fjallað í næstu tölublöðum, en i rauninni hefjast umræður nú þegar með þessu hefti. Mikilsvert er að skilja þar best sem við lærum mest. Frumkristnin á hlutdeild i heimsskoðun manna á 20. öld. Þvi betur sem við skiljum hugs- unarhátt Gyðinga árið núll, þeim mun betur mun ganga að skynja hið sista:ða í atburðum þess tíma. Jafnframt forðumst við að lifa upp með rótum og færa úr stað skoðanir sem hafa dafnað eina stund á einum stað, en njóta sín hvorki víðar né siðar. — Dr. Jakob Jónsson, fyrrverandi sókn- arprestur i Hallgrimsprestakalli, fjallaði i fyrirlestri, sem hér birtist, um heimsskoðun manna á fyrstu dögum kristninnar og afstöðu þeirra til at- burða sem nú á dögum nefnast „yfirnáttúrlegir". Næstu greinar lýsa afstöðu nútimans. Dr. Erlendur Haraldsson segir frá könnun á afstöðu fólks til dulrænna fyrirbæra, Egill Þ. Einarsson, liffræðingur, fjallar um afstöðu visindamarma og íinnarra til slíkra fyrir- bæra og annar liffræðingur, Ölafur Halldórsson, skrifar um fjarhrif og fyrirboða. 1 viðtölum Hildar Helgu Sigurðardóttur, blaðamanns Morgunblaðsins, við þekkta dulsálarfræðinga á hinu alþjóðlega þingi dulsálarfræðinga i fyrrasumar, var margt fróðlegt uin rannsóknir erlendis. Þrjú þessara við- tala birtast hér með leyfi höfundar. í hefti þessu segir ennfremur frá dul- rænni reynslu Benjamíns F. Einarssonar. Þá greinir Franzisca Gunnars- dóttir frá hugmyndum dr. G. D. Steinbergs um drauma, en hann hélt draumanómskeið sl. vetur á vegum Sálarrannsóknafélags Islands. Björn Franzson eðlisfræðingur lagði stund á margs kyns fræði, nátt- úrufræði, tónlist og heimspeki. Með leyfi sonar hans, Fróða Björnssonar, birtast hér tvær merkar greinar eftir Björn. Er önnur um guðspeki, en hin er holl hugvekja um ýmislegt í samfélaginu, sem betur mætti fara. Björgvin Torfason lést 11. desember 1980. Hann var forystumaður í Sálarrannsóknafélagi Islands og i stjórn þess. Hans er minnst i Morgni með endurprentun tveggja minningargreina í Morgunblaðinu 19. des- ember 1980. Er önnur kveðja frá Guðmundi Einarssyni, forseta félagsins, en hin er minning vinar Björgvins heitins og skólabróður, Gunnars Flóvenz, framkvæmdastjóra. Ég þakka Gunnari góðfúslegt leyfi hans að birta greinina i Morgni. Að lokum greinir Guðlaug Elisa Kristinsdóttir frá fjölbreytilegri starf- semi Sálarrannsóknafélagsins í Hafnarfirði. Annað efni bíður betri tima.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.