Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 18

Morgunn - 01.06.1981, Side 18
16 MOKGUNN ramma þeirra og samtíðarinnar. Hjá Markúsi, Matteusi og Lúkasi eru þau liSur í baráittunni, en hjá Jóhannesi eins konar dœmi til upplýsingar þeim sannindum, sem hann vildi bóða, um Krist sjálfan og hjálpræðisstarf hans. Sagan af Tómasi postula og „vantrú" hans er gott dæmi þess, hvernig yfirnáttúrlegur atburður varð að falla inn í hugarheim manna, ef hann átti að verða trúanlegur. Mikið er búið að syndga gegn Tómasi i predikunarstólum kirkjunn- ar. Raunar hefir hann stundum verið hafinn til skýjanna sökum þess, að hann vildi komast til sannfæringar með þvi að prófa og reyna sjálfur. Og ekki skal ég draga úr gildi þess út af fyrir sig. Að því leyti er hann fyrirmynd. Á hinn hóg- inn er Tómas ekki til fyrirmyndar í því að þvertaka fyrir at- burðinn, þvi að í mörgum efnum hefir hann sem aðrir orðið að taka vitnisburð annarra gildan. Kristin kirkja hefði ekki orðið langlíf, ef hún hefði aldrei tekið annað gilt í vitnisburði post- ulanna en það, sem hver einstaklingur gat þreifað á. En af hverju efaðist Tómas? Hann efaðist áreiðanlega ekki af sömu ástæðum og efnishyggjumenn nútímans gera. En mér þykir sennilegast, að hann hafi samt efast, af því að birting hins krossfesta Krists komst ekki að öllu leyti fyrir í hans hugarheimi. Sennilegast er, að upprisuna hafi borið að með einhverjum þeim hætti, sem Tómas átti ekki von á. — Nýja testamentið ber þess vott, að margir kristnir menn væntu þess, að upprisa allra manna færi fram um leið og Messías kæmi, og samtímis yrði heimsendir. Nú hefir Tómas sennilega verið einn af þeim, sem þannig hugsuðu. Og hin svonefnda vantrú hans stafar af því, a'S Kristur rís upp án þess aS hin almenna upprisa eigi sér staS. ,Ég hefi borið þessa skoðun mína undir frægan sérfræðing i Nýjatestamentisfræðum, og hann kvaðst vera á sama máli, og gjarnan benda stúdentmn sínum á þenn- an möguleika. Ég vil enda þessar hugleiðingar mínar með því að benda á, hvernig kirkjan byggði sjálf meginatriði Kristfræði sinnar á því að finna yfirnáttúrlegum atburðum sinn rétta stað í

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.