Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 21

Morgunn - 01.06.1981, Page 21
ERLENDUR HARALDSSON: FORVISKA OG DULTRÚ SKÓLAFÓLKS „Extrasensory perception“ hefur verið þýtt yfirskilvitleg skynjun eða einfaldlega dulskynjun. Slíka skynjun má skil- greina sem skynjun án hinna þekktu skilningarvita. Síð- ustu áratugina hafa rannsóknir á dulskynjun beinst mjög að því að kanna tengsl hennar við aðra þætti sálarlífsins. Þau tengsl, sem einna traustust hafa reynst og tiðast hefur verið sýnt fram á með tilraunum, eru jákvætt samband milli dulskynjunarhæfileikans og trúar manna á tilveru dulskynj- unar og dulrænna fyrirbæra yfirleitt (sjá yfirlitsgrein Palm- ers 1972). Þessi tengsl hafa verið prófuð með því að leggja fyrir menn fjarskyggni- eða forspárpróf og jafnframt inna þá eftir viðhorfum til þessara fyrirbæra. Fyrir nokkrum árum gerðu sálfræðinemar við Háskóla ís- lands forspártilraun með 449 nemendur í nokkrum framhalds- skólum, sem skiptust í um 25 bekkjardeildir. Hver nemandi fékk í hendur blað, sem á stóð efst til skýringar: Fyrir framan þig liefur þú blað með 100 tölusettum tómum reitum. Síðar mun tölva velja sérstaklega fyrir hvern einstakling einn bókstaf i hvern þessara reita. Stafirnir sem tölvan velur í reitina eru L, X, Y, O eða Z. Við biðjum þig nú að geta upp á hváSa staf tölvan mun velja í hvern tómu reitanna. Þegar fyllt hafði verið út í alla reitina, svöruðu menn spurn- ingum á næsta blaði um: 1) hve oft þeir muna að jafnaði drauma sína (eftir hverja nótt, a. m. k. vikulega, mánaðar-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.