Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 33

Morgunn - 01.06.1981, Page 33
ÓLAFUR HALLDÓRSSON: FJARHRIF OG FYRIRBOÐAR (Erindi á fundi Sálarrannsóknafélags íslands 5. febrúar 1981). Ætlun mín er að greina lauslega frá nokkrum hugmyndum manna um eðli vissra fyrirbæra, sem til skamms tíma hafa almennt verið talin utan verksviðs vísindalegra athugana - jafnvel yfirnáttúrleg, hvað sem það táknar. Hér verða aðeins tekin nokkur dæmi um slík fyrirbæri — nánast af handahófi og ekki er ætlunin að taka sérstaka afstöðu með eða á móti hinum ýmsu tilgátum, en það gefur auga leið, að hver þeirra um sig á sér ákafa fylgismenn, sem telja þá oft allar hinan tilgáturnar endaleysu og ekki skortir á röksemdafærslur með og á móti hverri tilgátunni um sig. Og ég geri ráð fyrir, að sumum hér muni finnast sumar eftirfarandi bollaleggingar hið mesta rugl og ekki skyni bornu fólki bjóðandi. En höfum hugfast, að þessi mál eru nú mjög i deiglunni og a. m. k. flestar tilraunir til að skýra eðli þessara fyrirbæra ágiskanir einar. Nóg run það. Þótt ég telji hér á eftir upji hin ýmsu fyrirbæri sitt í hvoru lagi, er ég ekki þar með að gefa í skyn, að engin tengsl geti verið á milli þeirra. Það er líka rétt að taka fram i byrjun, að hér verður eingöngu rætt um, huerrúg hin ýmsu fyrirbæri hugsanlega eiga sér stað — ekki hvort þau eiga sér stað. Eg tel fyrir mína parta, að þannig rannsóknir hafi þegar verið framkvæmdar á þessum fyrirbærum, að um tilvist þeirra í einhverjum skilningi þurfi ekki lengur að efast. Fjarhrif. Fjarhrif er heildarheiti á hinum ýmsu fyrirbær- um, svo sem hugsambandi og ómeðvituðum áhrifum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.