Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 39

Morgunn - 01.06.1981, Side 39
FJARHRIF OG FYRIRBOÐAI’ 37 lítt mótaðir einstaklingar, þ. e. börn, móttækilegastir fyrir slíkum áhrifum. Sjálfsagt mætti svo setja fram ýmis afbrigði af þessari tilgátu. Hér í leiðinni mætti nefna hugmyndir sumra um svokall- að „super-ESP“, þ. e., að við höfum ómeðvitaða hæfileika til að komast að hverju sem er frá hvá8a tíma sem er með ESP (skynjun án milligöngu skynfæra). Sem sagt, að við hefðum einhvern almáttugan radar í höfðinu. Hér er um að ræða skotgrafahernað þeirra, sem eru fyrirfram eða að óreyndu á móti því, að samband við framliðna geti átt sér stað o. s. frv. Þeir hafa samþykkt tilveru ESP, en segja: „hingað og ekki lengra“. Samkvæmt þessum hugmyndum erum við nán- ast gædd guðlegum eiginleikum án þess að gera okkur grein fyrir því og notum sum hver eiginleika þessa eftir megni - þó ómeðvitað - til að blekkja hvert annað (sbr. miðilsástand). Þetta er i sjálfu sér miklu stórbrotnari - og kannske torskild- ari - hugmynd en að gera einfaldlega ráð fyrir framhaldslífi. Að lokum ætla ég að nefna lauslega fyrirbæri nokkur, sem oft ber á góma, en eru hálfgert feimnismál: óskilgreind fyrir- bæri í lofti, hér á landi almennt nefnd því frumlega heiti fljúgandi diskar. Hér er um að ræða fyrirbæri í lofti, er fólk telur sig verða vart við og verkar á sjónskyn fólks á formi hlutar og/eða ljóss. Stundum fylgja þessu heyrnarskynjanir. Það sama gildir um fyrirbæri þessi og þau, sem þegar hafa verið nefnd, að þótt íullyrða megi um tilvist þeirra ó ein- hverju formi, þá vantar skýringuna. Menn hafa í stuttu máli getið sér til um ferns konar meginskýringar: / fyrsta lagi, að um sé að ræða ofskynjanir — þ. e., að trúlega miljónir jarðar- búa (þar á meðal ég) geti livenær sem er fengið yfir sig of- skynjunaræði. Sé þetta tilfellið, er vissulega um mjög raun- verulegan og alvarlegan faraldur að ræða. / ö8ru lagi, að um sé að ræða vanþekkingu eða aulaskap. Þetta mun reyndar vera algengasta skýring vísindamanna á fyrirbærum þessum, þ. e., að um sé að ræða ýmis konar nátt- úrufyrirbæri, sem viðkomandi kunni ekki skil á eða að menn feiltaki sig á fljúgandi diskum og „tunglinu, Venus, gervi-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.