Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 59
NÝAI.DARKENNINGAR TÍBETANS
57
Vatnsberaaldar. Þetta er þáttur hinnar guðlegu fyrirætlunar.
Og til þess er ætlazt af mönnum, að þeir stuðli að framkvæmd
þessarar fyrirætlunar, hver eftir sínum mætti, þroska og
skilningi.
Meginhlutverk Hvítbræðra um þessar mundir er að vinna
að breytingu þessari i anda fyrirætlunarinnar. Þetta hefur
raunar verið starf þeirra síðan um aldamótin 1500, er ákveðn-
ar voru sérstakar ráðstafanir til að örva vitundarlíf manna
og hefja það, eftir þvi sem verða mætti, frá geðsviði til hug-
sviðs. Jafnframt skyldi leitazt við að andæfa þeirri sérgreind-
arhneigð, sem svo mjög hamlaði framkvæmd hræðralags-
hugsjónarinnar.
Til þessa hafði andleg starfsemi manna og viðleitni veiáð
að mestu einstaklingsbundin. Hvítbræðralagið afréð nú að
fara nýja leið. Menn skyldu örvaðir til starfs að sameigin-
legum málefnum með þvi að koma til leiðar nokkurs konar
starfsheildum eða sameiningum um ýmis þau efni, er mestu
varða um andlegar framfarir mannkynsins. Eru til nefndar
sjö slíkar sameiningar, er fjalla um menningarmál, stjórn-
mál, trúmál, vísindi, heimspeki, sálfræði og hagstjómarmál
eða fjármál. Ekki var til þess ætlazt, að hér væri um neinn
skipulegan félagsskap að ræða, og menn gátu verið aðiljar
tiltekinnar sameignar án þess að vera á sarna stað eða vita
hver af öðrum.
Á sviði vísinda hefur starfsemi slíkra sameininga verið
sérstaklega greinileg. Dæmi um þetta á sviði menningarmála
eru listamenn endurreisnaraldar, ensku skáldin i tíð Elísa-
betar drottningar og þýsku og austurrísku tónskáldin á 19.
öld. Til dæmis um stjórnmálasameiningu bendir Tíbetinn
á mennina, sem stóðu að stjórnarbyltingunni á Frakklandi.
Meira að segja verkalýðshreyfingin, svo og stéttarbarátta
síðari tíma og ýmsar byltingarhreyfingar eiga rót að rekja
til þessarar starfsemi sameininga, sem meistaramir áttu upp-
tök að. Þó að mörgu þessu fylgi ýmislegt óæskilegt, er það
mannkyninu nauðsynlegur skóli og mun um síðir verða
til góðs.