Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 90

Morgunn - 01.06.1981, Page 90
88 MORGUNN , er ekki viss um að ég vilji r/S þetta verSi gagnlegt“. Annars virðist mér, m.a. af kynnum þeim, sem ég hef haft af atvinnumiðlum og samræðum við þá, að ekki sé hægt að þróa með sér yfirskilvitlega skynjun, nema að mjög tak- mörkuðu leyti, líkt og fæstir geta orðið nýr Rembrandt í heimi listanna, en flestir geta þróað með sér einhverja sköp- unargáfu, ef þeir leggja rækt við það.“ Aðspurður um persónuleg viðhorf sín til rannsókna á yfir- skilvitlegri skynjun og þeim þáttum, sem undir hana eru flokkaðir, svo sem fjarhrifum og framsýni, og hvern akk hann áliti mannkyninu vera í því að grafast fyrir um þessi fyrir- bæri, sagði Schmidt: „Ég er ekki viss um að dulrænir hæfi- leikar og notkun þeirra eigi eftir að koma nokkrum að gagni, eða að ég myndi kæra mig um að svo yrði. Þó held ég að margt fólk, sem á velgengni að fagna, búi yfir yfirskilvit- legri skynjun og notfæri sér hana, meðvitað eða ómeðvitað. Frá minum bæjardyrum séð er aðalatriðið þó, að þarna er eitthvað handan skilnings eðlisfræðinnar og það er það, sem gerir þetta svo heillandi,“ sagði Helmut Schmidt að lokum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.