Saga - 1968, Blaðsíða 7
Odd Didriksen:
Krafan um þingrœði í Miðlun og Bene-
dikzhu 1887—94
1. Einingwrtilraunir.
Stefna Benedikts Sveinssonar í stjórnarskrármálinu var
óbreytt eftir Alþingi 1887. Hann hélt því óhikað fram, að
hin endurskoða'ða stjórnarskrá, sem Alþingi hafði afgreitt
1886, væri „óhrekjanlegur vitnisburður um þjóðarviljann
á íslandi“. Meðferð og afdrif málsins 1887 lét hann ekkert
á sig fá og beitti sér fyrir nýrri samþykkt frumvarpsins,
helzt án nokkurra breytinga.1) Á þennan hátt ætlaði hann
að sannfæra stjórnina um, að ákveðinn og öflugur vilji
þings og þjóðar stæði að baki kröfunni um stjórnarbót
einmitt í þessari mynd.2) En framkvæmd slíkrar stefnu
var undir því komin, að með hinum þjóðkjömu þingmönn-
um væri samheldni, sem var lítt hugsanleg, nema að baki
stæði vel skipulagður flokkur. Því var ekki til að dreifa.
í samtímalýsingu á Alþingi er sagt, áð reyna megi að
skipta því í þrjá „flokka“: „íhaldsmenn“, fyrst og fremst
hina konungkjörnu, „kyrrlætismenn (Eiríkur Briem o.
fl.)“ og „framsóknarmenn“; þar við bætast „núllin“, „sem
eftir eðli sínu heyra engum flokki til“. En þegar öllu er
á botninn hvolft, „er þetta allt á reiki, nema hvað „núllin“
verða aldrei annað en núll“, og höfundurinn væntir þess,
að „þingið fái smám saman þann þroska, að flokkarnir
verði helzt eigi nema tveir í aðalþjóðmálum, íhaldsmenn og
framhaldsmenn . . ,“.3) Aðeins í Þingeyjarsýslu voru til
1) Andvari 1888, 43 o. áfr.; sbr. O. D., Saga 1961, 259—60.
2) Sbr. Benedikt Sveinsson, Stjórnarskrármálið, Viðaukarit And-
vara 1890, 40 o. áfr.
3) Fjallkonan 18/9 ’87, undirritað með ,,[x+y]“