Saga - 1968, Blaðsíða 134
130
KRISTINN JÓHANNESSON
sólarlag og þar vera til miðs morguns, og kunni nokk-
urt skip að koma, eður þeir sjái útlenzka báta á ferð
vera, þá skulu þeir, sem vaka, annar hlaupa strax í
skanzinn og segja þar til, en annar skal hringja klukk-
unni við Landakirkju.
Skal vakan uppbyrjast krossmessu á vorin og hald-
ast allt svo lengi sem umboðsmáðurinn tilsegir eftir
hentugleikum. En hver hér út í finnst óhlýðinn, svik-
ull eður ótrúr, skal straffast eptir atvikum og mála-
vexti, svo sem sá er þverúðarsamlega af illvilja brýtur
á móti yfirvaldanna skikkun eður befalningu. Einninn
skulu þeir skyldugir vera að morgni í skanzinn að fara
og segja til, að þeir hafi vakað.
I sama sinn vildi umboðsmaðurinn (Andrés Sveins-
son, að menn minnir) innfært hafa í dóminn, að ef nokk-
uð upp á kæmi, þá skyldi allir skyldugir til varnar að
búast. Það vildu ei eyjarmenn undirgangast, og sögðu,
sem satt var, að þar engin vörn fyrir væri; vildi og
Oddur engan þar til skylda.“9)
Vestmannaeyjalýsing Gizurar Péturssonar gengur held-
ur lengra. Þar talar Gizur um, að varðmennimir séu vanir
að hlaða eina vörðu hverja nótt, þegar þurrt er, því til
sanninda, að þeir hafi trúlega vakað. Þar segir einnig, að
vakan standi frá krossmessu á vori til krossmessu á hausti
og umferðirnar hafi orðið þrjár á hverju sumri með öllum
tómthúsmönnum. Vaka þessi hefur að öllum líkindum hald-
izt fram um 1700, en fáum sögum fer af varnaraðgerðum í
skanzinum eftir þetta. Eitthvað munu þó kaupmenn hafa
litið til með virkinu, enda var þeim máli'ð skyldast. Magnús
Gíslason amtmaður segir árið 1750, að í skanzinum séu sex
fallbyssur og sé í honum nokkur vörn. Skanzinn er svo
endurbyggður að einhverju leyti á dögum J. N. Abels sýslu-
manns eftir 1820 og aftur eftir miðja 19. öld, þá af von
Kohl sýslumanni. Hins vegar hefur suðurhlið skanzins
verið rifin niður, líklega um aldamótin 1800.