Saga - 1968, Blaðsíða 144
140
TRAUSTI EINARSSON
fluttu með sér, 52 vikna árið, var svo skakkt, að þar mun-
aði 10 vikum á 56 árum. Sólstöður hlutu að færast til um
2i/2 mánuð í missiratalinu á tímanum frá 900 til 960, 0g
mátti sjá minna. Enda segir Ari fróði, að menn merktu
það á sólargangi, áð sumri (skv. tímatalinu) miðaði fram
til vorsins (skv. sólargangi). Þetta hefur því verið orðið
lýðum ljóst, þótt það drægist úr hömlu að ráða bót á.
Augljóst hlaut einnig að vera, hver orsök misræmisins
var, lengd ársins var ekki rétt talin, þótt Ari segi, að eng-
inn hafi skilið ástæðuna. En enginn virðist hafa haft
nægileg gögn, nægilegar athuganir á sólargangi, til að
geta sagt, hve mikil leiðréttingin skyldi vera eða hvernig
hún skyldi framkvæmd, og er það eðlilegt.
Þá er það, sem Þorsteinn surtur kemur til skjalanna.
Er ástæða til að halda, að hann hafi haft sérstök skilyrði
til þessa, og hefur hann getað fundið lengd ársins svo að
ekki skeikaði meiru en %3 úr degi?
Óþarft er að ræða það, hvort hann hafi haft verkfæri
til að mæla sólarhæð. Þær athuganir, sem til greina komu,
voru sólsetursstaðir. Frá Þórsnesi sígur sólin um hásum-
arið bak við Vestfjarðafjöllin, og kemst sólsetursstaður
það lengst, að hann víkur um 20° frá norðri. Þessi staður
er að kalla fastur og auðvitáð tengdur við sólstöðurnar,
en í röngu missiratali færist sá tími til, að sól nái þessum
stað. Þegar tímatal er orðið skakkt um viku, þ. e. á 6
árum, er sólsetursstaður á gamla sólstöðudaginn um 2
sólarþvermál frá nyrzta sólsetursstað. Þetta er allgreini-
leg viðmiðun, og hún er einkum forvitnileg vegna þess, að
hún er miklu greinilegri á 65. breiddargráðu (Þórsnesi
en t. d. á Norður-írlandi eða í Eóm. Á þessum stöðum
færist sólsetursstaður á viku frá sólstöðum aðeins um Vs
og Vl af því, sem færslan nemur frá Þórsnesi séð. Ef
þessi áðferð hefði verið notuð, hefði nærri örugglega mátt
telja hana uppfundna á norðlægum stað. En við nánari
athugun er þessi aðferð þó ekki svo nákvæm sem skyldi.