Saga - 1968, Blaðsíða 57
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
53
innlend stjórn velji sjálf sína dómendur og ætli landsyfir-
dóminum einum að dæma hennar gjörðir.1) Orðið þingræði
getur hér verið notað í víðtækri merkingu og við getum
ekki einfaldlega gengið út frá því, að fyrir höfundinum
vaki hugmynd um þingræðislegt stjórnarfar í eiginlegum
skilningi.
Sighvatur Árnason, bændafulltrúinn, sem játaði í hrein-
skilni á Alþingi 1889, að kannski skildi hann ekki til fulls,
hvað í þingræði felst, notar ekki heldur orðið þing-
i-æði í grein sinni í sama blaði á þann hátt, að allur
efi hverfi um það, að hann sé búinn að fá öruggari
skilning á hugtakinu. Hann metur miðlunina þannig:
>.Með þessu efrideildarfrumvarpi fengju landsmenn ekki
hinn minnsta snefil af því, sem sjálfstjórn hverrar
þjóðar er mest fólgin í, sem er þingræði'ð . . . Allar
aðrar tilraunir til umbóta í stjórnarskrá vorri en þær, sem
veita landsmönnum fullt þingræði, eru eintómt kák og
afturhald þess, sem vér þörfnumst og hljótum að fá með
tímanum, ef rétt er að farið, geta leitt landsmenn á glap-
stigu, eytt fé landsmanna að óþörfu og yfir höfuð eru til
ihs eins.“ í framhaldinu rökstyður hann staðhæfinguna
Um, áð frumvarpið muni ekki leiða til þingræðis, með því,
að það láti vráðgjafastjórnina“ í Danmörku ákveða, hversu
^ikið af stjórn landsins jarlinn skuli fara með, og að hún
hafi rétt til að afturkalla staðfestingu jarlsins.2 3) Hér er
Um að ræða sjálfstæði innlendu stjómarinnar gagnvart
hinni dönsku, sem auðvitað var skilyrði fyrir þingræðis-
iegri heimastjórn, en vitanlega ekki hið sama. Á öðrum
stað í greininni or'ðar hann það svo: „Þingræði er óhugsan-
ie&t hjá oss, nema því að eins að jarlinn (landstjórinn)’ hafi
^ngöngu'*) á hendi með ráðgjöfum sínum yfirstjórn lands-
1) NortSurljósið 19/12 ’89.
. 2) Sama blað 17/10 ’90; greinin er undirrituð með dulnefninu Rangæ-
^gur. En 26/2 þann vetur upplýsir blaðið, að höfundurinn hafi verið
^ghvatur Árnason.
3) Auðkennt þar.