Saga - 1968, Blaðsíða 130
126
KRISTINN JÓHANNESSON
Fyrstu strandvirkin.
Fyrstu tilskipanir um gerð strandvirkja hérlendis eru
gefnar út árið 1515. Þá felur Kristján 2. Sören Norby
hirðstjóra að reisa góð vígi á eigin kostnað bæði á Bessa-
stöðum og í Vestmannaeyjum. Ekki varð samt mikið af
framkvæmdum. Við sjáum af bréfum fjórum árum síðar,
að konungur leysir Sören frá þessari skyldu, enda hafði
Sören þá gert konungi annan greiða í staðinn, látið reisa
myllu fyrir Visborgarslot!
Árið 1586 þykir Friðriki 2. ástæða til þess að bæta að-
stöðu sína hér og skipar að láta „bygge et Blokhus paa et
belejligt Sted ved Ilavnen paa Vespenöe“2). Var þetta
aðallega gert til þess að verjast yfirgangi Englendinga,
enda höfðu enskir meira að segja gengið svo langt nokkr-
um áratugum áður að reisa sér vígi í Eyjum, sem þeir
nefndu Castle. Lítið er þó vitað um þáð vígi, en Kastali
hefur heitið í bænum lengi síðan.
Vígið, sem reist var samkvæmt skipun Friðriks 2., mun
hafa staðið á svipuðum stað og núverandi skanz og hafa
verið gert úr grjóti og ef til vill að einhverju leyti úr timbri.
Ekki virðist því þó hafa verið haldið við, að minnsta kosti
verður það ekki að neinu haldi, þegar enski víkingurinn
John Gentelmann rændi Vestmannaeyjar 1614.
Svo kemur það herrans ár 1627, þegar Tyrkinn gerir ferð
sína norður í höf og Holgeir Rosenkrantz efnir til virkis-
gerðar að Bessastöðum eða eins og segir í Skarðsárannál:
„Lét hirðstjórinn tilbúa í Seilunni virki eður skans, (sumii'
sögðu af fiskiböggum), og setja á byssur þær fáu, til
voru.“3) En gefum nú Reisubók Jóns Indíafara orðið:
„En af því höfuðsmaður, Holgeir Rosenkranz, hafði
um þennan tíma miklu að gegna í viðurbúningi í Seil-
unni, hvar hann lét virki gjöra á móti þessum ránsmönn-
um, ef þar koma kynnu, hvar í hann (til) varnar skikk-
aði alla þá Islenzka, sem til Bessastaða með sinna léna