Saga - 1968, Blaðsíða 92
88
JÓN BÖÐVARSSON
lák prest með alvarligri bæn, at hann réðist
til.“i)
Fleira smátt má eflaust til tína, sem vekur grun um, að
höfundur B hafi verið kanúki, — en þekkingu skortir mig
til að sannreyna þau atriði. Til að dæma þar um þarf að
kynna sér mismuninn á viðhorfum og reglusiðum Bene-
diktsmunka og kanúka.1 2) Einnig er líklegt, að til þess þurfi
staðgóða þekkingu á sögu íslenzku klaustranna.
Finnur Jónsson segir um lýsingu Þorláks í eldri sög-
unni, að þar sé sama og ekkert um ytri kirkjustjóm hans.3)'
Ekki er þetta méð öllu rétt. 1 12.—15. kafla er margt
sagt um þau efni, og kemur allt heim við það, sem segir í
upphafi þeirra frásagna, að Þorlákur hafi haft „stilliliga
stjórn á þeim lutum, er til hans kómu.4) Þessi orð eru
merkingarrík, og það, sem þau fela í sér, má ekki standa í
B. í þeirra stað segir: „. . . tók hann þá biskupliga
stjórn“5), og til áréttingar er Oddaverjaþáttur felldur inn
í þennan hluta sögunnar, en áður undirbúinn í frásögn-
inni um biskupsvígslu Þorláks þessum orðum:
„Þat er ok greinanda, at herra Eysteinn erkibiskup opin-
beraði honum sinn boðskap með bréfum til Islands, at
allir staðir, er eptir fornum vana héldust af leikmönnum,
1) Sama rit, 269. bls.
II., 569. bls.
2) Hver er t. d. ástæða þess, að B fellir niður kaflann um bænahald
Þorláks og sálmasöng? Hvers vegna má ekki gera grein fyrir því,
hvers vegna Þorlákur prestvigði menn, sem vanfærir voru til þeirra
starfa? Þótti ókristilegt að verja fésektum, sem af hjúskaparbrotum
fengust, til að viðhalda hjónaböndum fátæks fólks, sem hætta var á að
leystust sundur með sama hætti og hjónaband foreldra Þorláks Þór-
hallssonar? Ég er mjög vantrúaður á, að vangá valdi því, að niður falla
í B atriði úr 15. og 16. kafla A-gerðarinnar. (Sjá 106.—109. bls.).
3) „Der dvæles ved hans religiose iiv og daglige gærning; derimod
findes sá godt som intet om hans ydre kirkestyrelse, . . .“ Litt.hist.
4) Bisk s. I., 101. bls.
5) Bisk s. I„ 276. bls.