Saga


Saga - 1968, Blaðsíða 155

Saga - 1968, Blaðsíða 155
RITFREGNIR 151 skilinn og hreinskiptinn einstaklingur. Honum tekst iðulega að gera söguhetju sína svo hugtæka, að lesandanum, sem langar að heyra meira, verður ónotalega hverft við, þegar skellt er í lás við nefið á honum og sagan búin. — I bók hans er litið um straumkast ólg- andi mannlífs, heldur lygnt yfir vötnunum, sem gruggast stundum örlítið af seyrnum sytrum, þvi að skipti listamanna eru ekki snurðu- laus fremur en annarra breyskra sálna. Bjöm Porstelnsson. Jón Helgason: Hundrað ár £ Borgarnesi. Iðunn. Reykjavík 1967. Þessi bók er eitt af grundvallarritum okkar um héraðasögu lands- ins. Þar er ruddur dálítill kafli af heildarsögu islenzkra byggðarlaga. Bökin er tilorðin í minningu þess, að kauptúnið Borgarnes átti aldarafmæli. Hreppsnefndin réð Jón Helgason til söguritunar, og hann hefur skilað góðu starfi. Hann velur þann skynsamlega kost að einskorða sig við sögu kauptúnsins, rekja byggðar- en ekki lands- sögu, og saga verzlunarstaðarins hefst í rauninni ekki fyrr en með löggildingarskjali konungs frá 22. marz 1867. 1 fyrsta kafla fjölyrðir Jón að ástæðulitlu um þá Borgarfeðga Skallagrím og Egil. Enginn mælir því gegn, að þeir hafi verið merkilegir menn á sinni tið, en það voru þeir séra Guðmundur Vigfússon á Borg og Kristófer Finn- bogason í Svignaskarði, sem hófu baráttuna fyrir löggiltri verzlun- arhöfn við Brákarpoll. Ekki voru Borgfirðingar einhuga um málið, því að sumir vildu verzlunarhöfn I Straumfirði og aðrir ýmist í Kross- vík eða Lambhússundi, en Borgarnes varð fyrir valinu, og reynslan hefur sannað að valið var rétt. Aldrei hefur hlaupið neinn ofvöxtur í verzlunarstaðinn Borgarnes. Fyrsta áratuginn sigldu þangað lausakaupmenn frá Reykjavík, en staðurinn lá undir hið forna kaupsvæði höfuðstaðarins. En loks reis fyrsta fasta verzlunin, og siðar fjölgaði þeim. 1 hópi frumherja verzlunarstéttarinnar í Borgarnesi eru menn eins og Jón Jónsson (Akra-Jón), Óli norski og Thor Jensen. Jón rekur á mjög greinagóðan hátt sögu hinnar fyrstu verzlunar í Borgarnesi og atvinnusögu staðarins. Það er hvorttveggja í senn: flóa- og árósakauptún, gegnir þjónustustörfum í héruðunum, sem liggja að Hvitá og Borgarfirði. Þar er sjávarútvegur léttvægari en í flestum öðrum íslenzkum kauptúnum. — Þá gleymir Jón ekki menn- ingarsögunni, sem gerzt hefur í plássinu. Jón Helgason er rithöfundur góður og fræðimaður vandvirkur. Bók hans er prýdd mörgum góðuni myndum og allur búnaður henn- ar hinn sómasamlegasti. Lýður Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.