Saga - 1968, Blaðsíða 25
KRAFAN UM ÞTNGRÆÐI
21
kalla staðfestingu landstjórans innan ákveðins tímatak-
ttiarks, eins árs, ef hann teldi hana varhugaverða fyrir
samband Islands og Danmerkur.
Auk þess voru í frumvarpinu tvær mikilvægar breyt-
mgar, hvor annarri nátengdar: Það ákvæði, sem bætt
hafði verið árið 1887 við 38. grein um algert bann við að
gefa út bráðabirgðafjárlög, var nú fellt niður og í þess
stað sett í 17. grein ákvæði, sem bannaði útgáfu bráða-
birgðafjárlaga fyrir þann tíma, sem fjárlög samþykkt af
alþingi tóku til; og þingrofsréttur landstjórans var tak-
markaður á þá lund, að ekki mætti rjúfa Alþingi án sam-
þykkis þess, fyrr en það hefði setið fundi í 10 vikur, þ. e.
hinn lögákveðna tíma.1)’
Þessar breytingar höfðu verið gerðar eftir langar og
harðar umræður í þingflokki meirihlutamanna, og gefur
Jón Ólafsson nokkrar upplýsingar um þær í hinu opna
bréfi sínu í Fjallkonunni haustið 1889. Hann skýrir frá
Því, að það hafi einkum verið hann sjálfur og Páll Briem,
sem beittu sér fyrir breytingunum, og er þetta staðfest
af formanni samtakanna, Sigurði Stefánssyni.2) Bene-
dikt Sveinsson beitti sér hins vegar fyrir því, að frum-
varpið yrði lagt fram óbreytt eins og það var 1887. Flokk-
urinn kaus sjö manna nefnd til að taka afstöðu til hugs-
anlegra breytinga. I nefndinni voru Benedikt Sveinsson,
Sigurður Stefánsson, Páll Briem, Eiríkur Briem og Jón
Jónsson frá Reykjum, allir úr Neðri deild, og Jón Ólafs-
son og Benedikt Kristjánsson úr Efri deild. Þrátt fyrir
ósamkomulag í nefndinni tókst að fá fram nokkrar breyt-
mgar, og Jón Ólafsson nefnir þrjár þeirra sérstaklega:
Takmörkun á þingrofsrétti landstjórans, ákvæðin um út-
gáfu bráðabirgðafjárlaga og afturköllunarrétt konungs.
Sú fyrsta var frá honum sjálfum runnin, og Jón leggur
áherzlu á samhengi hennar við breytinguna á 17. grein,
1) Alþt. 1889 C, 179 o. áfr.
2) Alþt. 1891 B, 509 o. áfr,