Saga - 1968, Blaðsíða 74
70
ODD DIDRIKSEN
inu.1) í Norður-Múlasýslu lýstu þrír þingmálafundir fylgi
við minni háttar endursko'ðun á stj órnarskránni, sem
veitti landshöfðingjanum ráðherravald; hann skyldi leggja
málin fyrir konung eftir hvert þing og bera fulla ábyrgð
á stjórnarstörfum gagnvart Alþingi.2)
Enda þótt horfurnar í stjórnarskrármálinu virtust ekki
miklu bjartari en 1887, þegar það hafði strandað á minni-
hluta undir leiðsögn séra Þórarins Böðvarssonar, fór svo,
að Alþingi 1893 samþykkti frumvarpið um endurskoðun
stjórnarskrárinnar svo að segja umræðulaust. Hefur orðið
samkomulag um það á undirbúningsfundi, þar sem einn-
ig er vitað, að valdir voru þjóðkjörnir þingmenn til setu
í Efri deild. Hins vegar heppnaðist ekki áð mynda þing-
flokk með ákveðinni stefnuskrá.3) Þegar kosið var til
Efri deildar, var fyrir því séð, að konungkjörinn þing-
maður, Árni Thorsteinsson, yrði aldursforseti án atkvæðis-
réttar, enda varð hann forseti deildarinnar,4) og þannig
áfram án atkvæðisréttar.
Þetta var sama stjórnarskrárfrumvarpið, sem Neðri
deild hafði samþykkt 1891, er lagt var fram í Neðri deild
af Sighvati Árnasyni. Því var vísað samhljóða til 2. um-
ræðu án umræðna og án þess það væri sett í nefnd. Um-
ræðulaust og samhljóða var það líka sent til 3. umræðu,
þar sem aðeins landshöfðinginn tók til máls og lýsti yfir
því, að stjórnin væri enn sem fyrr mótfallin stjómarskrár-
breytingum.5) Frumvarpið var samþykkt við 3. umræðu
með 22 atkvæðum og án mótatkvæða, því að hafnað var
greinargerð Halldórs Kr. Friðrikssonar fyrir því að greiða
ekki atkvæði.6) í Efri deild var frumvarpið samþykkt án
þess að vera sett í nefnd og eftir stuttar umræður, við
1) Stefnir 26/6 ’93; Fjallkonan 27/6 ’93; Isafold 28/6 '93.
2) ísafold 12/7 93.
3) Þjóðviljinn 6/7 og 7/9 '93; Austri 20/10 ’93.
4) Alþt. 1893 A, 11 o. á.
5) Sama rit B, 346 o. á.
6) Sama rit C, 159 o. á.; B, 107, 191, 347 o. á.