Saga - 1968, Blaðsíða 125
ÆTT KENND VIÐ AKRA
121
Allt það, sem nú hefur verið sagt um móður Guðrúnar
Pálsdóttur fyrri konu Vigfúsar Erlendssonar, eru hreinar
hugleiðingar, sem engan veginn má kalla sannaðar, en þrátt
fyrir það, hve fárra manna er getið í skjölum frá 15. öld,
sem nú þekkjast, er áreiðanlega ekki um margar algerlega
óþekktar stórbændaættir að ræða, sem leita mætti fyrri
konu Páls Jónssonar í.
Svo sem í upphafi er sagt, er hér um miðaldaætt að ræða,
sem greinilega hefur verið talin til hinna mest metnu, þótt
þeir, sem úr henni eru kunnir, hafi ekki verið meðal þeirra,
sem miki'ð fór fyrir í landsmálum. Snorri Torfason lifir
ekki lengi eftir heimkomu sína frá Grænlandi, og fer ekki
mikið fyrir honum, en Styr sonur hans virðist hafa verið
sýslumaður um skeið. Útdauði karlleggs þegar á 15. öld er
hin líklegasta ástæða til þess, að tengslin milli þessarar
ættar og kunnra niðja Styrs á 16. öld, ef einhverjir voru,
hafa gleymzt. Svo er um fjölda kunnra ætta á 16. öld, að
þótt telja megi með fullum líkindum, að þær séu af vel
metnum 14. og 15. aldar mönnum komnar, þekkja menn
ekki tengslin. Svo hefur verið með ætt konu Arnórs Finns-
sonar og svo með móðurætt Jóns lögréttumanns í Skálmar-
nesmúla Erlingssonar. Svo er einnig með móðurætt Guð-
rúnar Pálsdóttur konu Vigfúsar Erlendssonar. Líklegt er,
áð tvær hinar fyrrnefndu ættirnar séu rétt tengdar við
Akraættina á þann hátt, sem að framan segir, en um hina
þriðju ríkir enn alger óvissa, þrátt fyrir það sem um hana
er hér sagt.