Saga - 1968, Blaðsíða 8
4
OÐD DIDRIKSEN
skipulögð samtök, Þjóðlið Islendinga. Það hafði miklu rót-
tækari stefnu í stjórnarskrármálinu en þá, sem Benedikt
Sveinsson beitti sér fyrir. Þjóðliðið var þó aðeins stað-
bundið fyrirbæri. Á Alþingi brást samstaða hinna þjóð-
kjörnu þingmanna þegar 1887, árið eftir að þingið af-
greiddi endurskoðun stjórnarskrárinnar. Atkvæðamikill
þingmaður, séra Þórarinn Böðvarsson, safnaði um sig öfl-
ugum minnihluta, sem tók ekki í mál að ljá lið stefnu, er
vonlaust var, að bera mundi árangur, að hans dómi, um
fyrirsjáanlega framtíð og mundi því einungis hafa í för
méð sér aukin útgjöld lands vegna aukaþinga. Jafnframt
komu hinir konungkjörnu þingmenn fram sem heilsteypt-
ur stjórnarflokkur, sem sýnilega var ákveðinn í að hag-
nýta sér aðstöðu sína í Efri deild til að hindra, að Alþingi
gæti að nýju lagt endurskoðuð stjórnarskrárlög fyrir rík-
isstjórnina, — að minnsta kosti á þeim grundvelli, sem
lagður var 1885.
Benedikt Sveinsson var þannig ekki leiðtogi neins stjórn-
málaflokks. Forganga hans í stjórnarskrármálinu á Al-
þingi spratt af persónuleika hans, orðgnótt og ekki sízt
mikilli mælsku. Frábærir ræðumannshæfileikar voru skæð-
asta pólitískt vopn hans og í rauninni eina tækið, sem
hann átti völ á til að tryggja samstöðu þingmanna í mál-
efnum þjóðarinnar. Hann er „mælskasti maður þingsins“,
segir í samtíðarlýsingu, „ekki eingöngu fyrir það, hve
ræður hans eru skýrar og röksamlegar, — þær eru það,
en þaö eru ræður fleiri manna, — en það er fyrir þann
sannfæringarinnar eld, sem í þeim brennur, svo áð til-
finning og hjarta hvers, er á heyrir, ylnar við.“ Höfund-
urinn er nýbúinn að hlusta á Benedikt tala í stjórnarskrár-
málinu á Alþingi 1885 og segir, að þegar hann talaði,
„brann eldur úr augum honum; hver vöðvi var spenntur,
hver taug; hann talaði til skilningsins, hann talaði til
hjartans; það hefði mátt heyra saumnál detta í salnum,
því hann hafði hrifið hvern mann með sér; allra augu
héngu við varir hans; . . . [hann] óx og stækkaði, og þeg-